Stynni og stígvélin (1992-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Stynni og stígvélin var meðal keppnissveita í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem félag nemenda við Menntaskólann á Akureyri hefur staðið fyrir í áratugi og er fastur liður í félagsstarfi skólans. Stynni og stígvélin kepptu tvívegis í Viðarstauk, fyrst árið 1992 og svo aftur ári síðan en sveitin hafnaði þá í þriðja sæti keppninnar.…

Stúlknakór Menntaskólans á Akureyri [1] (1943-49)

Heimildir eru afar fáar um stúlknakór sem virðist hafa verið starfandi við Menntaskólann á Akureyri á fimmta áratug síðustu aldar, óvíst er jafnvel hvort sá kór var nokkru sinni starfandi eða hvort aðeins var um að ræða nokkrar stúlkur í hópi nemenda skólans sem sungu í leiksýningum á vegum nemenda vorin 1943 og 1949, í…

Skuggar [13] (1992)

Hljómsveit sem bar nafnið Skuggar var ein þeirra sveita sem keppti í tónlistarkeppninni Viðarstauk í Menntaskólanum á Akureyri vorið 1992. Meðlimir Skugga voru Hörður [?], Tryggvi [?], Stefán [?], Ómar [?] hljómborðsleikari og Sigfús [?] trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um meðlimi (og hljóðfæraskipan) Skugga.

Skapti (1969-70)

Hippasveit sem bar nafnið Skapti var starfandi innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 1969-70, jafnvel lengur. Skapti lék á einhverjum samkomum norðan heiða og var skipuð fimm meðlimum, Kristján Pétur Sigurðsson gítarleikari og Helgi Hannesson gítarleikari voru tveir þeirra en ekki finnast upplýsingar um hina þrjá, því er óskað eftir þeim upplýsingum hér með.

Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu var meðal keppenda í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem haldin var innan Menntaskólans á Akureyri vorið 1984 og hafði verið þar árviss viðburður í félagslífi skólans. Engin deili finnast á þessari sveit en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði Viðarstauk ´84, frekari upplýsingar um liðs- og hljóðfæraskipan…

Shake með öllu nema hráum (1988)

Vorið 1988 var hljómsveit sem bar nafnið Shake með öllu nema hráum meðal sveita sem kepptu í tónlistarkeppninni Viðarstauk, árlegri keppni innan Menntaskólans á Akureyri. Þessi sveit vann til verðlauna í keppninni, átti þar besta frumsamda lagið en engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar, þær væru vel þegnar.

Íviður (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæmt ártal liggur ekki fyrir) mun hafa verið starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Akureyri en sveitina skipuðu þeir sömu og um svipað leyti störfuðu í Piflonkyd. Þetta voru þeir Ásbjörn Blöndal bassaleikari, Hjörvar Pétursson söngvari, Magnús Guðmundsson gítarleikari, Oddur Árnason gítarleikari og Ómar Árnason trommuleikari. Hljóðfæraskipanin hér að framan miðast við Piflonkyd…

Ég skaut frænda minn með tívolíbombu (1988)

Hljómsveit sem bar nafnið Ég skaut frænda minn með tívolíbombu var að öllum líkindum skammlíf sveit, stofnuð sérstaklega fyrir tónlistarkeppnina Viðarstauk ´88, sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri. Af þessu má ætla að sveitin hafi verið starfandi innan skólans. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því hér með óskað…

Forsetahjónin sem vildu ekki að sonurinn dansaði ballet (1984)

Forsetahjónin sem vildu ekki að sonurinn dansaði ballet var hljómsveit sem var sett sérstaklega saman fyrir hljómsveitakeppnina Viðarstauk sem haldin var við Menntaskólann á Akureyri 1984, en hún var þar meðal keppenda. Fyrir liggur að Arnar Matthíasson var meðal hljómsveitarmeðlima en upplýsingar vantar um aðra þá sem skipuðu þessa skammlífu sveit.

Finnur í sturtu (1984)

Hljómsveitin Finnur í sturtu var meðal keppenda í hljómsveitakeppni Menntaskólans á Akureyri, Viðarstauk ´84 sem haldin var vorið 1984. Mestar líkur eru á að sveitin hafi verið sett saman sérstaklega fyrir þessa skemmtun en samt sem áður er óskað eftir upplýsingum um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.

Gengið ilsig (1984)

Hljómsveitin Gengið ilsig starfaði í Menntaskólanum á Akureyri veturinn 1983-84 og verður varla minnst nema þá helst fyrir að sveitin skartaði söngkonunni Sigrúnu Evu Ármannsdóttur en þetta var hennar fyrsta hljómsveit. Sveitin keppti vorið 1984 í hljómsveitakeppni MA sem bar heitið Viðarstaukur og hafnaði hún þar í öðru sæti. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra…

O´hara (1968-69)

Hljómsveitin O´hara var starfrækt innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 1968-69. Fáar og litlar heimildir finnast um þessa sveit en meðal meðlima hennar voru Bergur Þórðarson og Níels Níelsson, óskað er eftir frekari upplýsingum um aðra meðlimi hennar sem og hljóðfæraskipan.

MA félagar (1967-76)

MA félagar var blandaður kór sem starfaði innan Menntaskólans á Akureyri í tæplega áratug, á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Það munu hafa verið þeir Sigurður Demetz kórstjóri og Ævar Kjartansson þáverandi nemi í skólanum (síðan dagskrárgerðarmaður) sem höfðu frumkvæði að því að stofna kórinn innan MA haustið 1967 og var fjöldi meðlima hans…

Viðarstaukur [tónlistarviðburður] (1983-)

Viðarstaukur er nafn á hljómsveitakeppni sem haldin hefur verið innan Menntaskólans á Akureyri um árabil, keppnin er haldin á vegum TÓMA (Tónlistarfélags MA). Viðarstaukur (dregið af Woodstock) var fyrst haldinn árið 1983 og var Logi Már Einarsson (síðar alþingismaður) einn aðal hvatamaðurinn að keppninni, hún hefur síðan þá verið árviss viðburður í félagslífi skólans, keppnin…

Busabandið [1] (1960-64)

Busabandið, skólahljómsveit Menntaskólans á Akureyri, starfaði í um fjögur ár á fyrri hluta sjöunda áratugs liðinnar aldar, og ól af sér nokkra kunna tónlistarmenn. Það voru Skagamennirnir Arnmundur Backman saxófón- og harmonikkuleikari og Friðrik Guðni Þórleifsson píanóleikari, þá busar í Menntaskólanum á Akureyri, sem stofnuðu Busabandið haustið 1960 en þeir höfðu fyrr um árið átt…

Brókin hans afa (1992)

Brókin hans afa var tríó sem tók þátt í hæfileikakeppni Menntaskólans á Akureyri 1992, Viðarstauk en ekki liggur fyrir hvort tríóið var sett eingöngu saman fyrir keppnina eða hvort það starfaði lengur. Meðlimir Brókarinnar hans afa voru Tryggvi [Már Gunnarsson?] gítarleikari, Halldór [Már Stefánsson?] trommuleikari og Garth [Kien] bassaleikari. Engar sögur fara af árangri þeirra…

Blóma (1990)

Hljómsveit sem bar hið einkennilega nafn, Blóma keppti í hljómsveitakeppni Menntaskólans á Akureyri, Viðarstauk (Woodstock) vorið 1990. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eða hvort um eins kvölds flipp var að ræða.

Djúpárdrengir (um 1963-65)

Djúpárdrengir var heiti á söngkvartett sem mun hafa starfað við Menntaskólann á Akureyri á sjöunda áratug liðinnar aldar. Nafnið Djúpárdrengir var íslensk þýðing á nafni bandaríska söngkvartettsins Deep river boys sem starfaði í áratugi og kom tvívegis hingað til lands, 1959 og 63, og hefur án efa verið fyrirmynd norðlenska kvartettsins. Menntaskólakvartettinn mun hafa valið…

Skólahljómsveitir Menntaskólans á Akureyri (1939-)

Við Menntaskólann á Akureyri var lengi hefð fyrir skólahljómsveitum, fyrstu áratugina var um að ræða sérstakar hljómsveitir í nafni skólans en á sjöunda áratugnum voru þær nefndar ýmsum nöfnum þótt þær væru í grunninum skólahljómsveitir. Þessar sveitir léku á dansleikjum og öðrum uppákomum innan veggja menntaskólans en fóru stöku sinnum út fyrir hann til dansleikjahalds.…