MA-kvartettinn (1932-42)

MA-kvartettinn er án efa vinsælasti söngkvartett íslenskrar tónlistarsögu en hann starfaði um áratugar skeið á öðrum fjórðungi 20. aldarinnar. Þegar MA-kvartettinn var stofnaður 1932 við Menntaskólann á Akureyri hafði ekki verið til sambærilegur söngkvartett á Íslandi. Þeir félagar, bræðurnir Þorgeir og Steinþór Gestssynir frá Hæli í Hreppum (Steinþór varð síðar alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn), Jakob V. Hafstein…

Skólahljómsveitir Menntaskólans á Akureyri (1939-)

Við Menntaskólann á Akureyri var lengi hefð fyrir skólahljómsveitum, fyrstu áratugina var um að ræða sérstakar hljómsveitir í nafni skólans en á sjöunda áratugnum voru þær nefndar ýmsum nöfnum þótt þær væru í grunninum skólahljómsveitir. Þessar sveitir léku á dansleikjum og öðrum uppákomum innan veggja menntaskólans en fóru stöku sinnum út fyrir hann til dansleikjahalds.…

Ma’estro (1968)

Hljómsveitin Ma‘estro (Maestro) var skipuð ungum meðlimum en hún starfaði um nokkurra mánaða skeið til ársloka 1968. Sveitina, sem var úr Kópavogi, skipuðu Ólafur Torfason söngvari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sigurður Hermannsson gítarleikari, Páll Eyvindsson bassaleikari og Ari Kristinsson orgelleikari. Eiður Örn Eiðsson mun hafa verið viðloðandi sveitina en ekki liggur fyrir hvenær.

Maat mons (1990-92)

Hljómsveitin Maat mons (nefnd eftir eldfjalli á Venus) starfaði um og eftir 1990 og hafði að geyma meðlimi sem áttu síðar eftir að gera garðinn frægan í íslensku tónlistarlífi. Litlar upplýsingar er að finna um sveitina aðrar en þær að Birgir Nielsen trymbill (Land og synir, Sælgætisgerðin o.fl.) var í henni en aukinheldur var þar…

Made in China (1999-2004)

Hljómsveitin Made in China kom frá Vestmannaeyjum og starfaði allavega á árunum 1999 til 2004 en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum. Meðlimir sveitarinnar voru árið 2001 Gísli Stefánsson gítarleikari, Gísli Valur Gíslason bassaleikari, Gunnar Friðberg Jóhannsson hljómborðsleikari, Birkir Ingason trommuleikari og Ari Karlsson söngvari og gítarleikari, þá höfðu einhverjar mannabreytingar orðið á skipan hennar. Made…

Maðurinn á kassanum (1993)

Hljómsveit að nafni Maðurinn á kassanum spilaði á óháðri listahátíð, Ólétt ´93 sumarið 1993 í Reykjavík. Litlar upplýsingar finnast um þessa sveit en hún mun þó hafa innihaldið Sigurð Guðjónsson gítarleikara (Cranium, 2001), síðar myndlistamann. Allar upplýsingar um Manninn á kassanum væru vel þegnar.

Mafían [1] (1993)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitin Mafíuna (hina fyrri) aðrar en að hún var starfandi vorið 1993 og að líkindum skipuð meðlimum í yngri kantinum.

Magnús í hvalnum (1982)

Magnús í hvalnum var starfandi 1982 og var hluti pönk- og nýbylgjusenunnar á Íslandi. Það voru þeir Magnús Sigurðarson básúnuleikari og Haraldur Flosi Tryggvason hljóðgervilsleikari sem skipuðu sveitina. Magnús í hvalnum kom oft fram sumarið 1982 á vegum hópsins Upp og ofan ásamt sveitum eins og Þey og Jonee Jonee, Hvalasveitin varð síðan til upp…

Mamma skilur allt (1991)

Hljómsveitin Mamma skilur allt var frá Höfn í Hornafirði. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið sem kom út árið 1991 en þá var hún skipuð þeim Aðalheiði Haraldsdóttur söngkonu, Bjarti Loga Finnssyni söngvara, Friðriki Þór Ingvaldssyni gítarleikara, Heiðari Sigurðssyni hljómborðsleikara, Birni Viðarssyni söngvara og saxófónleikara, Birni Guðjóni Sigurðssyni bassaleikara og Ólafi Karli Karlssyni trommuleikara. Ekki…

Mannamúll (2000-02)

Hljómsveitin Mannamúll vakti fyrst á sér athygli í Músíktilraunum árið 2000 en sveitin komst þar í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Þór Andrésson (Ólafur Arnalds) trommuleikari, Atli Már Steinarsson gítarleikari, Reynir Smári Atlason söngvari (Twisted turtles), Árni Theódór Gíslason gítarleikari og Egill Þorkelsson sem vann með mixer og olíutunnu. Ári síðar gaf sveitin út…

Mannekla (1999-2002)

Hljómsveitin Mannekla var frá Vestmannaeyjum og starfaði 1999 – 2002 en fór þá í pásu. Sveitin sneri aftur eftir hana sem Thorhamrar. Mannekla spilaði einkum efni eftir aðra og gerði út á ballmarkaðinn. Meðlimir voru Heiðar Kristinsson trommuleikari, Þorsteinn Ingi Þorsteinsson söngvari, Helgi Tórshamar gítarleikari og Arnar V. Sigurjónsson bassaleikari. Mannekla sendi frá sér eina…

Maunir (1990-96)

Reykvíska hljómsveitin Maunir er allsérstætt fyrirbæri í íslenskri tónlistarsögu, þó ekki nema væri fyrir það að hafa ein hljómsveita í Músíktilraunum afsalað sér rétti sínum til að keppa úrslitunum og látið hann öðrum eftir. Sveitin skartaði ennfremur óhefðbundnum hjálpartækjum við list sína eins og gúrku og eggi en að auki brutu Maunaliðar gítar á sviðinu.…

Medium (1982-83)

Hljómsveitin Medium var stofnuð haustið 1982 á Sauðárkróki og tók þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar sem þá voru haldnar. Sveitin komst ekki í úrslit. Lítið er vitað um sveitina annað en að Óskar Páll Sveinsson söngvari og hljómborðsleikari (síðar upptökumaður og lagahöfundur) var í henni sem og Hilmar Valgarðsson trommuleikari, Sigurður Ásbjörnsson gítarleikari og Páll…

Meinvillingarnir (1982)

Hljómsveitin Meinvillingarnir úr Reykjavík átti sér mjög stutta en þó nokkuð merkilega sögu haustið 1982, annars vegar tók sveitin þá þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT sem haldnar voru stuttu eftir að sveitin var stofnuð og hins vegar innihélt hún söngkonuna Sigríði Beinteinsdóttur sem þá var að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Meinvillingarnir…

Messías (1999-2002)

Hljómsveitin Messías starfaði á árunum 1999 – 2002 í Reykjavík. Sveitin keppti í músíktilraunum 1999 en meðlimir hennar voru Ágúst Bogason bassaleikari, Viðar Friðriksen trommuleikari og Valgeir Gestsson gítarleikari. Ekki er ljóst hver þeirra söng þar en sveitin hafði þar ekki erindi sem erfiði. Þeir Messías-félagar störfuðu til ársins 2002 en stofnuðu þá aðra sveit,…

Metan (1982-88)

Hljómsveitin Metan frá Sauðárkróki var í raun stofnuð 1982 en gekk undir nafninu Bad boys (keppti í Músíktilraunum 1983) með einhverjum mannabreytingum til ársins 1986 þegar hún hlaut nafnið Metan. Vorið 1987 tók Metan þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og komst þar í úrslitin. Birkir Guðmundsson hljómborðsleikari, Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari, Kristján Gíslason hljómborðsleikari og söngvari, Árni…

Mexíkó (1975-76)

Hljómsveitin Mexíkó (Mexico), stofnuð síðsumars 1975, starfaði í eitt ár en náði ekki að gera neinar rósir þrátt fyrir að menn gerðu sér vonir um þessa sveit enda var hún skipuð þrautreyndum og góðum hljóðfæraleikurum. Meðlimir sveitarinnar voru Þórður Árnason gítarleikari, Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari og söngvari, Guðmundur Benediktsson hljómborðsleikari og söngvari, Bjarki Tryggvason bassaleikari og…

Misgengi (2005-09)

Hljómsveitin Misgengi var stofnuð haustið 2005 meðal kennara innan Menntaskólans við Sund, meðlimir voru Ásgeir Guðjónsson bassaleikari, Helgi Jónsson hljómborðsleikari, Friðgeir Grímsson söngvari, Ársæll Másson gítarleikari og Ari Agnarsson trommuleikari. Lóa Björk Ólafsdóttir söngkona bættist í hópinn snemma árs 2007. Sveitin hefur einkum spilað á árshátíðum og þess háttar samkomum. Hún var enn starfandi 2009…

Misræmur (1982)

Hljómsveitin Misræmur var skráð til leiks á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT, sem haldnar voru haustið 1982. Ekki er þó að finna neinar vísbendingar um að hún hafi keppt eða hverjir skipuðu þessa sveit.

Mistúlkun (2000)

Mistúlkun var Triphopsveit sem keppti í Músíktilraunum árið 2000. Meðlimir Mistúlkunar voru Erna Dís Eiríksdóttir söngkona, Karl Jóhann Jónsson gítarleikari, Hjörtur Gunnar Jóhannesson forritari og Árni Þór Jóhannesson forritari og saxófónleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.

Modern Jazz Quartet Akureyrar (um 1950-60)

Djasssveit undir þessu nafni mun hafa verið starfandi á Akureyri á sjötta áratug 20. aldarinnar, sem innihélt meðal annars Ingimar Eydal og Árna Scheving. Engar upplýsingar er þó að finna um þessa sveit, en þær væru vel þegnar.

Mods [1] (1966-68)

Mods (hin fyrri) var bítlasveit, stofnuð um áramótin 1966-67. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Jónsson gítar- og orgelleikari, Kolbeinn Kristinsson gítarleikari, Sigurjón Sighvatsson bassaleikari og Sveinn Larsson trommuleikari, að auki skiptust þeir þrír fyrst töldu á að syngja. Upphaflega mun Jón Kristinsson (bróðir Kolbeins) hafa verið í sveitinni en upplýsingar liggja ekki fyrir um á…

Mods [2] (1969-70)

Hljómsveitin Mods (hin síðari) var stofnuð upp úr annarri hljómsveit, Arfa, haustið 1969. Sú sveit hafði upphaflega verið skipuð þeim Kára Jónssyni gítarleikara (úr Mods hinni fyrri), Gunnari Jónssyni söngvara, Ólafi Sigurðssyni bassaleikara, Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Magnúsi Halldórssyni orgelleikara. Þegar Ólafur var rekinn úr sveitinni taldi hann sig eiga réttinn á Arfa-nafninu og því…

Mogo homo (1981-84)

Eitís bandið Mogo homo var lengst af dúett félaganna Óðins Guðbrandssonar og Óskars Þórissonar en þeir höfðu báðir áður verið í Taugadeildinni í pönksenunni sem þá stóð sem hæst. Mogo homo var stofnuð í nóvember 1981 og má með réttu kallast fyrsta tölvupoppsveit Íslands (ásamt Sonus Futurae), stofnendur hennar, Óskar Þórisson söngvari og hljómborðsleikari og…

Moriarty (1988)

Hljómsveitin Moriarty úr Kópavogi keppti árið 1988 í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Geir Ómarsson trommuleikari, Valur Bogi Einarsson gítarleikari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari og Helgi Sigurðsson bassaleikari. Sveitin lék instrumental tónlist og lenti í fjórða sæti tilraunanna.

Mortuary (1990-91)

Hljómsveitin Mortuary starfaði í ríflega hálft ár frá haustinu 1990 til vorsins 1991 en þá var In memoriam stofnuð upp úr henni. Á þessu tímabili keppti sveitin í Músíktilraunum og lenti þar í þriðja sæti á eftir Infusoria og Trössunum. Sveitina skipuðu þá Árni Jónsson söngvari, Jóhann Rafnsson trommuleikari, Vigfús Rafnsson gítarleikari, Albert Þorbergsson gítarleikari…

Mr. Moon (1994-95)

Funksveitin Mr. Moon frá Akranesi var starfandi 1994 og 95 og átti lag á safnplötunni Sándkurl 2 síðara árið. Meðlimir sveitarinnar voru þá Daði Birgisson hljómborðsleikari, Einar Þór Jóhannsson gítarleikari, Guðmundur Claxton trommuleikari, Davíð Þór Jónsson saxófónleikari, Hrafn Ásgeirsson saxófónleikari, Sigurþór Þorgilsson trompetleikari og Sigurdór Guðmundsson bassaleikari. Nánari upplýsingar var ekki að finna um þessa…

Munkar (1991)

Hljómsveitin Munkar er frá Keflavík, starfandi 1991. Þá var sveitin skipuð þeim Birni Árnasyni bassaleikara, Veigari Margeirssyni hljómborðs- og trompetleikara, Ara Daníelssyni saxófónleikara og Helga Víkingssyni trommuleikara. Það sama ár, 1991, átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Munka.

Munkar í meirihluta (1991-93)

Munkar í meirihluta var hljómsveit frá Hvolsvelli og Hellu, starfandi 1991-93. Sveitin var stofnuð upp úr annarri hljómsveit, Frk. Júlíu, og innihélt Jón Guðfinnsson bassaleikara (Land & synir o.fl.), Snæbjörn Rafnsson gítarleikara, Helga Jónsson hljómborðsleikara, Þorstein Aðalbjörnsson trommuleikara (Írafár, Rekkverk o.fl.) og Hafstein Thorarensen söngvara. Höskuldur Lárusson (Mikki refur, Spoon o.fl.) tók við söngnum af…

Musica Nova [1] [félagsskapur] (1960-95)

Hægt er að rökstyðja með góðum rökum að stofnun og tilurð Musica nova sé einn af merkilegri atburðum íslenskrar tónlistarsögu og marki ákveðin skil í henni líkt og alþingishátíðin hafði gert þrjátíu árum áður og pönkið gerði tuttugu árum síðar, með tilhneigingu mannskepnunnar til að leita eftir einhverju nýju og oft í út jaðar tónlistarinnar,…

Musica Quadro (1979)

Djassband starfandi 1979, meðlimir voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristjánsson bassaleikari og Alfreð Alfreðsson trommuleikari. Til er upptaka með sveitinni sem gefin var út á plötunni Jazz í 30 ár.

Musicamaxima (1972-73)

Hljómsveitin Musicamaxima spilaði 1972-73 fyrir gesti Leikhúskjallarans. Sveitin var stofnuð sumarið 1972 og hóf að leika þar í byrjun september. Í byrjun skipuðu þessa fjögurra manna sveit líklega þeir Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari, Halldór Pálsson saxófónleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari og Úlfar Sigmarsson hljómborðsleikari. Laust eftir áramótin hætti Pálmi söngvari í sveitinni en hann fór…

Múliúlpa (1992)

Hljómsveit með þessu sérstaka nafni var starfandi sumarið 1992. Allar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Múzzólíní (1987-88)

Hljómsveitin Múzzólíní var stofnuð vorið 1987 og keppti stuttu síðar í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Þorvaldi Gröndal trommuleikara (Trabant, Kanada o.m.fl.), Henry Henryssyni söngvara, Einari Þór Sverrissyni bassaleikara og Atla Jósefssyni gítar- og fiðluleikara. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en hóf spilamennsku á fullu og átti efni á safnsnældunum Snarl og Snarl…

Myrtur (1991)

Hljómsveitin Myrtur frá Akranesi (og Stykkishólmi) starfaði 1991 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum, án þess reyndar að komast í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ingþór Bergmann bassaleikari, Erlingur Viðarsson gítarleikari (Abbababb), Unnsteinn Logi Eggertsson trommuleikari og Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari (Lalli og sentimetrarnir). Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Mýbit (1974)

Söngkvartettinn Mýbit starfaði í nokkra mánuði árið 1974. Mýbit einskorðaði sig við þjóðlög og var skipaður nokkrum söngvurum sem höfðu verið í þjóðlagasveitum, þau voru hjónin Helga Steinsson (Fiðrildi) og Snæbjörn Kristjánsson (Fiðrildi), Jón Árni Þórisson (Lítið eitt) og Lárus Kvaran (Flækingar). Hópurinn kom nokkrum sinnum fram sumarið 1974 en síðan heyrðist ekkert af þeim…

Möbelfacta (1991)

Hljómsveitin með IKEA nafnið Möbelfacta starfaði í Hafnarfirði 1991 en það árið keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst í úrslit og var skipuð þeim Davíð Ólafssyni trommuleikara (Bone China o.fl.), Regin Frey Mogensen gítarleikara (Bone China), Hrafni Thoroddsen orgelleikara (Dr. Spock, Ensími, Jet Black Joe o.fl.), Helga Vigni Bragasyni söngvara, Einari Má Björgvinssyni gítarleikara…

Möðruvallamunkarnir (1982-83)

Hljómsveitin Möðruvallarmunkarnir frá Akureyri (einnig nefndir Munkarnir) starfaði um nokkurra mánaða skeið 1982 og 83, nafn hennar var fengið frá Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi en hann skrifaði á sínum tíma leikritið Munkana frá Möðruvöllum. Sveitin var stofnuð síðla árs 1982 og var skilgreind sem rokksveit en innihélt engu að síður engan gítarleikara. Meðlimir hennar voru…

Mömmustrákar [1] (1989-91)

Mömmustrákar er hljómsveit frá Vestmannaeyjum. Þessi sveit var allavega starfandi árið 1989-91 en þá voru allir meðlimir sveitarinnar 16-18 ára. Í fyrstu voru meðlimir sveitarinnar þeir Pétur Eyjólfsson bassaleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Árni Gunnarsson gítarleikari, Ívar Örn Bergsson [?] og Einar Björn Árnason [?]. Árið 1991 áttu Mömmustrákar lag á safnplötunni Húsið en þá var…