MA-kvartettinn (1932-42)
MA-kvartettinn er án efa vinsælasti söngkvartett íslenskrar tónlistarsögu en hann starfaði um áratugar skeið á öðrum fjórðungi 20. aldarinnar. Þegar MA-kvartettinn var stofnaður 1932 við Menntaskólann á Akureyri hafði ekki verið til sambærilegur söngkvartett á Íslandi. Þeir félagar, bræðurnir Þorgeir og Steinþór Gestssynir frá Hæli í Hreppum (Steinþór varð síðar alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn), Jakob V. Hafstein…