
Medium
Hljómsveitin Medium var stofnuð haustið 1982 á Sauðárkróki og tók þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar sem þá voru haldnar. Sveitin komst ekki í úrslit.
Lítið er vitað um sveitina annað en að Óskar Páll Sveinsson söngvari og hljómborðsleikari (síðar upptökumaður og lagahöfundur) var í henni sem og Hilmar Valgarðsson trommuleikari, Sigurður Ásbjörnsson gítarleikari og Páll Friðriksson bassaleikari.
Medium var enn starfandi 1983.