Kan (1981-89)
Hljómsveitin Kan starfaði í Bolungarvík framan af og var helsti fulltrúi Vestfjarða á popptónlistarsviðinu á níunda áratugnum. Kan var stofnuð vorið 1981 í Bolungarvík og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þau Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hrólfur Vagnsson harmonikku- og hljómborðsleikari, Pálína Vagnsdóttir söngkona, Magnús Hávarðarson gítarleikari og Haukur Vagnsson trymbill en hann var langyngstur, aðeins fjórtán…