Hljómsveitin Mannekla var frá Vestmannaeyjum og starfaði 1999 – 2002 en fór þá í pásu. Sveitin sneri aftur eftir hana sem Thorhamrar. Mannekla spilaði einkum efni eftir aðra og gerði út á ballmarkaðinn.
Meðlimir voru Heiðar Kristinsson trommuleikari, Þorsteinn Ingi Þorsteinsson söngvari, Helgi Tórshamar gítarleikari og Arnar Sigurjónsson bassaleikari.
Mannekla sendi frá sér eina smáskífu árið 2000.