Sérsveitin [2] (1989-91)

Sérsveitin vakti töluverða athygli á árunum í kringum 1990, sendi frá sér lag í útvarpsspilun, spilaði töluvert á tónleikum en lognaðist svo útaf án þess að meira yrði úr hlutunum. Sérsveitin var líklega stofnuð í Breiðholtinu snemma á árinu 1989 og tók þá um vorið þátt í Músiktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Davíð Þór…

Dos pilas (1992-96)

Grunge hljómsveitin Dos Pilas var stofnuð haustið 1992 í Reykjavík af þeim Ingimundi Ellert Þorkelssyni bassaleikara, Sigurði Gíslasyni gítarleikara (Bleeding Volcano), Davíð Þór Hlinasyni gítarleikara og söngvara (Sérsveitin o.fl.), Heiðari Kristinssyni trommuleikara (Sérsveitin, No time o.fl.) og Jóni Símonarsyni söngvara (Bootlegs, Nabblastrengir o.fl.). Sveitin varð fljótlega áberandi í spilamennsku og eftir að lög með henni…

Dos pilas – Efni á plötum

Dos pilas – Dos pilas Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: 13153942 Ár: 1994 1. Devil went down to… 2. Better times 3. Trust 4. Out of crack 5. Land of dreams 6. Hear me calling 7. My reflection Flytjendur Jón Símonarson – söngur Davíð Þór Hlinason – gítar og raddir Sigurður Gíslason – gítar Ingimundur Ellert Þorkelsson – bassi…

Mannekla (1999-2002)

Hljómsveitin Mannekla var frá Vestmannaeyjum og starfaði 1999 – 2002 en fór þá í pásu. Sveitin sneri aftur eftir hana sem Thorhamrar. Mannekla spilaði einkum efni eftir aðra og gerði út á ballmarkaðinn. Meðlimir voru Heiðar Kristinsson trommuleikari, Þorsteinn Ingi Þorsteinsson söngvari, Helgi Tórshamar gítarleikari og Arnar V. Sigurjónsson bassaleikari. Mannekla sendi frá sér eina…

No time (1983-86)

No time úr Breiðholti var stofnuð 1983 og starfaði a.m.k. til 1986. Sveitin keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar, 1985 og 86, og komst í úrslit í bæði skiptin. Sveitin hafði óhefðbundna hljóðfæraskipan, trommur, tvö hljómborð og gítar en hana skipuðu Heiðar Kristinsson söngvari og trommuleikari (Buttercup, Dos Pilas o.fl.), Ottó Magnússon hljómborðsleikari, Gísli Sigurðsson hljómborðsleikari…