No time (1983-86)

No time úr Breiðholti var stofnuð 1983 og starfaði a.m.k. til 1986. Sveitin keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar, 1985 og 86, og komst í úrslit í bæði skiptin.

Sveitin hafði óhefðbundna hljóðfæraskipan, trommur, tvö hljómborð og gítar en hana skipuðu Heiðar Kristinsson söngvari og trommuleikari (Buttercup, Dos Pilas o.fl.), Ottó Magnússon hljómborðsleikari, Gísli Sigurðsson hljómborðsleikari og Árni Heiðar Pálmason gítarleikari.

Hugsanlegt er að einhverjar mannabreytingar hafi átt sér stað í No time.