No comment (1991)

engin mynd tiltækNo Comment var hljómsveit úr Kópavogi og starfaði 1991. Árni Sveinsson, Halldór Geirsson og Kristinn Arnar Aspelund voru söngvarar sveitarinnar en Hlynur Aðils var gítar-, hljómborðs- og tölvuleikari.

Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1991 en komst ekki áfram. Hlynur hlaut hins vegar verðlaun sem efnilegasti hljómborðsleikari keppninnar það árið. Sveitin varð ekki langlíf.