N1+ (1994)

N1+ (Enn einn plús) var hljómsveit sem herjaði á sveitaballamarkaðinn 1994. Meðlimir þessarar sveitar voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari. N1+ átti tvö lög á safnplötunni Já takk, sem kom út á vegum Japis sumarið 1994, og naut sveitin töluverðra vinsælda.

Nasistamellurnar (2002-03)

Nasistamellurnar, dúett þeirra Stefáns Arnar Gunnlaugssonar píanóleikara og söngvara og Ingvars Valgeirssonar gítarleikara og söngvara, starfaði 2001 – 2003 en þá skemmtu þeir félagar aðallega á pöbbum þar sem þeir spiluðu tónlist úr ýmsum áttum. Nafnið Nasistamellurnar mun eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á fólki og svo fór að þeir komu fram undir lokin undir…

Natassæ (1993)

Natassæ var að öllum líkindum einhvers konar hljómsveit, eða tónlistarverkefni í tengslum við óháðu listahátíðina Ólétt ´93, sem haldin var sumarið 1993. Ekki liggur fyrir hvers konar verkefni eða tónlist hópurinn flutti, hverjir komu að honum eða hvort þetta samstarf varaði eitthvað áfram en allar upplýsingar þ.a.l. eru vel þegnar.

Nautsauga (1987-88)

Hljómsveitin Nautsauga starfaði á Akureyri 1987 – 88, að öllum líkindum í stuttan tíma. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Valgeir Einarsson trommuleikari, Guðbrandur Guðlaugsson gítarleikari, Jón Freysson gítarlekari, Guðmundur Stefánsson bassaleikari, Jón Laxdal söngvari og Jónas Reynisson söngvari. Nautsauga var í rokkaðri kantinum.

Náð (1968-73)

Náð var hljómsveit frá Ísafirði en hún spilaði rokk í þyngri kantinum og var stofnuð 1968. Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum en þeir voru Rafn Jónsson trommuleikari (Rabbi), Örn Ingólfsson bassaleikari, Reynir Guðmundsson söngvari og Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari. Svanfríður Arnórsdóttir (önnur heimild segir Ármannsdóttir) söngkona og Ásgeir Ásgeirsson orgelleikari komu síðar inn. Þegar…

Námsfúsa Fjóla (1972-75)

Litlar heimildir er að finna um hljómsveitina Námsfúsu Fjólu en sveitin starfaði líklega um þriggja ára skeið á áttunda áratug liðinnar aldar. Það voru Ólafur Júlíusson Kolbeins trommuleikari (Eik, Deildarbungubræður o.fl.) og Ágúst Birgisson bassaleikari (Steinblóm o.fl.) sem munu hafa stofnað sveitina 1972 en Erlendur Hermannsson (Nelli) söngvari og Ragnar Sigurðsson gítarleikari (Tívolí, Paradís o.fl.)…

Nátthrafnar [1] (1978-85)

Hljómsveit að nafni Nátthrafnar var starfrækt um og eftir 1980, elstu heimildir um hana er að finna frá 1978 og starfaði hún a.m.k. til 1985 þegar hún lék á bindindismóti í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Engar upplýsingar hafa fundist um hverjir skipuðu þessa sveit utan þess að Erling Kristmundsson mun hafa verið trommuleikari í henni. Önnur…

Nátthrafnar [2] (1992-2001)

Hljómsveitin Nátthrafnar (hin síðari) var um áratuga skeið fastur gestur á samkomum um allt land og mun að öllum líkindum hafa einbeitt sér að tónlist fyrir þá sem komnir voru yfir þrítugt. Sveitin sem starfaði allavega á árunum 1992-2001 (hugsanlega lengur) var skipuð þekktum einstaklingum eins og Guðmundi Benediktssyni (Mánum o.fl.) og Eggert Kristinssyni trommuleikara…

Nefrennsli (1982-84)

Hljómsveitin Nefrennsli á upphaf sitt að rekja til Fossvogsins en þar var sveitin stofnuð sumarið 1982 af Alfreð Jóhannesi Alfreðssyni (Alla pönk) gítarleikara og Jóni Gunnari Kristinssyni (Jóni Gnarr) söngvara, fljótlega bættist Hannes A. Jónsson trommuleikari í hópinn og síðan Dóri [?] bassaleikari. Þeir Jón og Dóri hættu þó fljótlega. Nefrennsli hætti tímabundið störfum síðla…

Neistar [5] (1994-95)

Hljómsveit með þessu nafni var starfandi á Akureyri a.m.k. 1994 og 95 og rataði lag með henni á safnplötuna Sándkurl 2 (1995). Meðlimir sveitarinnar voru Jón Björn Ríkarðsson trommuleikari, Þormóður Aðalbjörnsson söngvari, Aðalsteinn Jóhannsson bassaleikari (Útópía, Stone), Baldvin Ringsted Vignisson gítarleikari og Heimir Freyr Hlöðversson hljómborðsleikari. Neistar voru stofnuðir upp úr annarri sveit, Exit. Ekki…

Neyðin (1989)

Hljómsveitin Neyðin starfaði í Reykjavík árið 1989 en þá tók hún þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Stefán H. Henrýsson hljómborðsleikari (Sóldögg), Þórhallur G. Sigurðsson bassaleikari, Jón Þór Jónsson gítarleikari, Guðrún Oddsdóttir söngkona, Guðlaugur Þorleifsson trommuleikari og Þórður Vagnsson saxófónleikari.

Niðurrif (1999)

Reykvíska tríóið Niðurrif starfaði 1999 og tók þá þátt í Músíktilraunum. Meðlimir þess voru Árni Kristjánsson söngvari, bassa- og gítarleikari, Gauti Ívarsson söngvari, bassa- og gítarleikari einnig, og Kristján Einar Guðmundsson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit og liggja ekki frekari upplýsingar fyrir um hana.

Nirvana (1991)

Hafnfirska hljómsveitin Nirvana var starfandi upp úr 1990 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1991, komst þar m.a.s. í úrslit. Þekktastur meðlima sveitarinnar var Páll Rósinkrans Óskarsson söngvari (síðar í Jet Black Joe) en aðrir meðlimir voru þeir Gísli Sigurjónsson gítarleikari, Vilhjálmur Gissurarson trommuleikari, Bogi Leiknisson bassaleikari og Valdimar Gunnarsson gítarleikari. Sagan segir að um…

Niturbasarnir (1992-95)

Pönkveitin Niturbasarnir var upphaflega frá Djúpavogi en starfaði þó lengst af í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Vorið 1992 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og gerði garðinn frægan þar, með því að komast í úrslit og ekki síður fyrir að brjóta gítar í undanúrslitunum. Meðlimir Niturbasa voru þá þeir Ástþór Jónsson söngvari, Unnsteinn Guðjónsson gítarleikari (síðar kenndur…

No comment (1991)

No Comment var hljómsveit úr Kópavogi og starfaði 1991. Árni Sveinsson, Halldór Geirsson og Kristinn Arnar Aspelund voru söngvarar sveitarinnar en Hlynur Aðils var gítar-, hljómborðs- og tölvuleikari. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1991 en komst ekki áfram. Hlynur hlaut hins vegar verðlaun sem efnilegasti hljómborðsleikari keppninnar það árið. Sveitin varð ekki langlíf.

No time (1983-86)

No time úr Breiðholti var stofnuð 1983 og starfaði a.m.k. til 1986. Sveitin keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar, 1985 og 86, og komst í úrslit í bæði skiptin. Sveitin hafði óhefðbundna hljóðfæraskipan, trommur, tvö hljómborð og gítar en hana skipuðu Heiðar Kristinsson söngvari og trommuleikari (Buttercup, Dos Pilas o.fl.), Ottó Magnússon hljómborðsleikari, Gísli Sigurðsson hljómborðsleikari…

Not correct (1992-93)

Hljómsveitin Not correct var hipparokkssveit úr Hafnarfirðinum sem keppti m.a. í Músíktilraunum 1992. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Gunnar Appleseth söngvari, Eysteinn Eysteinsson trommuleikari (Papar o.fl.), Ingimundur Óskarsson bassaleikari (Reggae on ice, Viking giant show o.fl.), Stefán Gunnlaugsson hljómborðsleikari (Buff, Reggae on ice) og Andrés Gunnlaugsson gítarleikari (Viking giant show, Sixties o.fl.). Allir áttu þeir eftir að…

Nota bene (1988)

Hljómsveit var starfandi undir þessu nafni 1988 en hún var frá Ólafsvík og Tálknafirði. Nota bene keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar vorið 1988 og voru meðlimir hennar þá Gunnar Bergmann Traustason trommuleikari, Ágúst Leósson gítarleikari, Bergur H. Birgisson bassaleikari og Guðjón Jónsson söngvari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa hljómsveit.

Nova [1] (1998-99)

Nova var rokksveit af höfuðborgarsvæðinu, starfandi 1998-99. Meðlimir hennar höfðu verið í sveitum eins og Soðinni fiðlu sem sigruðu Músíktilraunum 1997 og þar áður Tjalz Gissur en þeir voru Egill Tómasson gítarleikari, Arnar Snær Davíðsson bassaleikari, Júlía Sigurðardóttir söngkona, Einar Þór Hjartarson gítarleikari og Orri Páll Dýrason trommuleikari. Nova deildi æfingahúsnæði með Sigur rós og…

Nova [2] (2001-04)

Nafnið Nova virðist hafa verið mönnum nokkuð hugleikið um aldamótin því árið 2001 var hljómsveit stofnuð með því nafni en aðeins tveimur árum áður hafði önnur sveit borið það nafn. Nova hin síðari starfaði í Reykjavík og í poppgeiranum, og var m.a. skipuð meðlimum sem gert höfðu garðinn frægan í Áttavillt og Reggae on ice.…

Nói trillusmiður (1969-70)

Hljómsveitin Nói trillusmiður starfaði á Akureyri, hún var stofnuð haustið 1969 en ekki er ljóst hversu lengi hún starfaði, það ku ekki hafa verið langur tíma. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi þessarar sveitar.

Nú-jæja (1972-73)

Hljómsveitin Nú-jæja var starfrækt á Hellissandi 1972-73. Sveitin var eins konar skólahljómsveit, skipuð þeim Pálma Almarssyni gítarleikara, Eggerti Sveinbjörnssyni trommuleikara og Hauki Má Sigurðarsyni bassaleikara. Framan af var hún söngvaralaus en Þröstur Kristófersson kom síðar inn sem slíkur. Benedikt Jónsson gekk til liðs við sveitina og spilaði upphaflega á harmonikku en síðan orgel, um svipað…

Nútíð [1] (1969)

Hljómsveitin Nútíð starfaði seinni part ársins 1969 en varð ekki langlíf. Sveitin innihélt fjórmenningana Stefán Hauksson trommuleikara, Þorstein Hraundal gítarleikara, Gunnlaug Melsteð bassaleikara og Ómar Hraundal gítarleikara. Allir meðlimanna sungu.

Nútímabörn (1968-69 / 1974)

Þjóðlagasveitin Nútímabörn var stofnuð snemma vors 1968 og hóf fljótlega að vekja athygli almennings. Upphaflega var sveitin skipuð þeim Ágústi Atlasyni söngvara og gítarleikara, Drífu Kristjánsdóttur söngkonu, Ómari Valdimarssyni ásláttarleikara og söngvara, Snæbirni Kristjánssyni bassaleikara og söngvara og Sverri Ólafssyni gítarleikara og söngvara. Hópurinn var duglegur að koma sér á framfæri og spilaði mikið opinberlega,…