Nirvana (1991)

engin mynd tiltækHafnfirska hljómsveitin Nirvana var starfandi upp úr 1990 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1991, komst þar m.a.s. í úrslit.

Þekktastur meðlima sveitarinnar var Páll Rósinkrans Óskarsson söngvari (síðar í Jet Black Joe) en aðrir meðlimir voru þeir Gísli Sigurjónsson gítarleikari, Vilhjálmur Gissurarson trommuleikari, Bogi Leiknisson bassaleikari og Valdimar Gunnarsson gítarleikari.

Sagan segir að um það leyti sem hin bandaríska sveit Nirvana með Kurt Cobain í fararbroddi varð vinsæl, hafi hin íslenska sveit breytt nafni sínu í Nýr vana.

Sveitin spilaði síðan á útihátíð í Húnaveri um verslunarmannahelgina 1991 og þar kynntust þeir Páll Rósinkrans og Gunnar Bjarni Ragnarsson en þeir stofnuðu Jet Black Joe í kjölfarið. Í kjölfarið hætti sveitin.