Niturbasarnir (1992-95)

engin mynd tiltækPönkveitin Niturbasarnir var upphaflega frá Djúpavogi en starfaði þó lengst af í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Vorið 1992 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og gerði garðinn frægan þar, með því að komast í úrslit og ekki síður fyrir að brjóta gítar í undanúrslitunum. Meðlimir Niturbasa voru þá þeir Ástþór Jónsson söngvari, Unnsteinn Guðjónsson gítarleikari (síðar kenndur við Sólstrandargæjana), Óskar Karlsson bassaleikari, Ingþór Sigurðsson trommuleikari og Nökkvi Flosason gítarleikari.

Hljómsveitin starfaði áfram á menntaskólaárunum en var í raun hætt störfum þegar hún gaf út sína einu plötu, Ugludjöfulinn, vorið 1995. Útgáfutónleikar sveitarinnar voru um leið lokatónleikar hennar. Nökkvi gítarleikari var hættur í sveitinni þegar hér var komið sögu.

Platan hlaut góða dóma í Morgunblaðinu og tónlistarskríbent Dags á Akureyri setti hana í sjötta sæti yfir plötur ársins 1995.

Efni á plötum