Genocide (2003-04)

Genocide

Hljómsveitin Genocide starfaði á höfuðborgarsvæðinu 2003 og 04 að minnsta kosti og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2003, þá voru meðlimir sveitarinnar Andri Þorsteinsson gítarleikari og söngvari, Helgi Hrafn Hróðmarsson trommuleikari og Nökkvi Jarl Bjarnason bassaleikari og söngvari. Sveitin sem spilaði þungt rokk, komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Genocide var enn starfandi í árslok 2004 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær hún hætti störfum.