Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Gautar – Efni á plötum

Karlakórinn Vísir – “Þótt þú langförull legðir”: 14 innlend og erlend lög Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 17 Ár: 1966 / 1974 1. Þótt þú langförull legðir 2. Lákakvæði 3. Kvölda tekur, sezt er sól 4. Dýravísur 5. Siglingavísur 6. Um vorkvöld bjart 7. Það laugast svölum 8. Stormur lægist 9. Hæ, gott kvöld 10. Ciribiribin 11. Troika 12.…

Gaukur á Stöng [tónlistartengdur staður] (1983-)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Gaukur á Stöng við Tryggvagötu 22 (oftast nefndur Gaukurinn manna í millum) er einn langlífasti staður sinnar tegundar hérlendis og var fyrsta kráin sem hér var opnuð. Saga Gauksins er samofin sögu bjórlíkisins svokallað og bjórsins en einnig var staðurinn um tíma eins konar félagsmiðstöð poppara og þar blómstraði lifandi tónlist um…

Gaukur á Stöng [tónlistarviðburður] (1983-87)

Útihátíðin Gaukur á Stöng (Gaukurinn) var haldin í nokkur skipti í Þjórsárdalnum um verslunarmannahelgar á níunda áratug síðustu aldar og voru margar af vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins meðal skemmtiatriða á henni, þeirra á meðal má nefna Bubba Morthens, Skriðjökla, Bjarna Tryggva, HLH-flokkinn, Kikk og Baraflokkinn en einnig má geta þess að hljómsveitin Lótus var…

Gaulverjar (1979)

Hljómsveitin Gaulverjar starfaði innan Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1979 en þá lék sveitin m.a. á Listahátíð barnanna sem haldin var um það leyti. Fyrir liggur að Jón Gústafsson, Kristinn Þórisson og Þorsteinn Jónsson voru meðlimir Gaulverja en upplýsingar vantar um hina tvo þá er skipuðu sveitina sem og hljóðfæraskipan hennar. Þeir Jón, Kristinn og Þorsteinn…

Gautlandsbræður (1942-55)

Bræðurnir Guðmundur Óli (1928-77) og Þórhallur (1929-82) Þorlákssynir voru þekktir um norðanvert landið um miðja síðustu öld undir nafninu Gautlandsbræður en þeir léku þá á dansleikjum á harmonikkur sínar. Guðmundur Óli og Þórhallur voru kenndir við Gautland í Vestur-Fljótum þar sem þeir ólust upp en þeir höfðu reyndar fæðst á bænum Gautastöðum í Austur-Fljótum. Það…

Gaur [1] (1996-97)

Hljómsveitin Gaur kom úr Garðabænum og tók tvívegis þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, 1996 og 97 með pönkskotið rokk. Meðlimir sveitarinnar sem var stofnuð snemma árs 1996 voru þeir Agnar Eldberg Kofoed Hansen gítarleikari og söngvari, Ragnar Freyr Magnússon bassaleikari og Frosti Jón Runólfsson trommuleikari. Gaur keppti sem fyrr segir í Músíktilraunum vorið 1996 og 97,…

The Gays (um 2005?)

Fátt liggur fyrir um hljómsveitina The Gays sem ku hafa starfað á Kirkjubæjarklaustri, að öllum líkindum í kringum 2005 sé miðað við aldur meðlima sveitarinnar. Meðlimir The Gays voru þeir Guðmundur Helgason, Leifur [?], Steinn Orri Erlendsson, Sigurður Magnús Árnason og Lárus [?] en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar eða starfstíma, því…

GÁG tríóið (1948-49)

Upplýsingar um GÁG tríóið svokallaða eru af skornum skammti en tríóið mun hafa verið angi af Hljómsveit Björns R. Einarssonar og starfað 1948 og 49, sveitin gekk stundum undir nafninu „pásubandið“. GÁG tríóið var skipað þeim Gunnari Ormslev saxófónleikara, Árna Elfar píanóleikara og Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara en skammstöfunin var mynduð úr nöfnum þeirra þriggja.…

Gáfnaljósin (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Gáfnaljósin keppti í söngvakeppni Vísnavina 1987 en sveitin var skipuð nemendum úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Meðlimir Gáfnaljósanna voru Örn Arnarsson söngvari og gítarleikari, Rúnar Óskarsson söngvari og gítarleikari, S. Björn Blöndal bassaleikari, Örn Hrafnkelsson söngvari og Óttarr Proppé söngvari og básúnuleikari. Sveitinni var lítt ágengt í þessari keppni. 1991 var hljómsveit…

Gazogen (1996)

Punksveitin Gazogen starfaði vorið 1996 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, sveitin komst ekki í úrslit. Meðlimir Gazogens voru Hlynur Magnússon söngvari og gítarleikari, Baldur Björnsson gítarleikari, Halldór Valgeirsson gítarleikari, Sindri Traustason bassaleikari og Friðjón V. Gunnarsson trommuleikari. Sveitin varð að öllum líkindum skammlíf.

Afmælisbörn 5. febrúar 2020

Tvö afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…