Afmælisbörn 29. febrúar 2020

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum hlaupársdegi: Arnar Freyr Frostason rappari (Úlfur úlfur) er þrjátíu og tveggja ára gamall á þessu sjaldséða degi dagatalsins. Hann hefur verið töluvert áberandi í rappsenunni síðastliðin ár og þekktastur fyrir framlag sitt með rappsveitinni Úlfi úlfi en hann var einnig meðal meðlima hljómsveitarinnar Bróður Svartúlfs sem…