Afmælisbörn 29. febrúar 2020

Arnar Freyr Frostason

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum hlaupársdegi:

Arnar Freyr Frostason rappari (Úlfur úlfur) er þrjátíu og tveggja ára gamall á þessu sjaldséða degi dagatalsins. Hann hefur verið töluvert áberandi í rappsenunni síðastliðin ár og þekktastur fyrir framlag sitt með rappsveitinni Úlfi úlfi en hann var einnig meðal meðlima hljómsveitarinnar Bróður Svartúlfs sem sigraði Músíktilraunir 2009. Báðar sveitirnar hafa sent frá sér plötur auk þess sem rödd Arnars hefur heyrst á plötum fjölda annarra tónlistarmanna.

Þá hefði Guðmundur H. Norðdahl tónlistarmaður og -kennari einnig átt afmæli á þessum degi en hann lést 2018. Guðmundur (f. 1928) starfaði við tónlist frá ýmsum hliðum, t.d. sem hljóðfæraleikari, hljómsveitastjóri, stjórnandi lúðrasveita og kóra, tónlistarkennari og höfundur kennsluefnis í tónlist fyrir börn. Þá lék hann með fjölda hljómsveita hér fyrrum.