GCD (1991-95)

Súpergrúppan GCD var afrakstur Rúnars Júlíussonar og Bubba Morthens sem settu þessa sveit á stofn í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar en hún sendi frá sér þrjár breiðskífur fullar af stórsmellum sem margir eru löngu orðnir klassískir í íslenskri tónlistarsögu. GCD átti sér nokkra forsögu eða aðdraganda, árið 1990 hafði Bubba Morthens fundist Rúnar Júlíusson…

GCD – Efni á plötum

Bubbi og Rúnar – GCD Útgefandi: Steinar / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: 13127911/12/14 / IT 354 Ár: 1991 / 2009 1. Mýrdalssandur 2. Kaupmaðurinn á horninu 3. Milli svefns og vöku 4. Dansinn lifir stritið 5. Þitt síðasta skjól 6. Hér er nóg 7. Hamingjan er krítarkort 8. Íslandsgálgi 9. Þófamjúk rándýr 10. Korter yfir tólf…

Geðveiki [2] (2003)

Árið 2003 starfaði í Breiðholtinu hljómsveit ungra tónlistarmanna undir nafninu Geðveiki. Sveitin gæti hafa verið starfandi fyrir 2003 en vorið 2004 hafði hún breytt um nafn, tekið upp nafnið Mors og tók þá þátt í Músíktilraunum. Meðlimir sveitarinnar voru þá Jón Valur Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Bergur Thomas Anderson bassaleikari, Albert Finnbogason gítarleikari og Hlynur…

Gálan, götuleikarinn og guð (?)

Óskað er eftir upplýsingum um tríó í Keflavík sem starfaði undir nafninu Gálan, götuleikarinn og guð Fyrir liggur að Júlíus Freyr Guðmundsson er Gálan enda hefur hann gefið út plötur undir því nafni en upplýsingar vantar um hina tvo sem voru með honum í sveitinni.

Gálgafrestur (um 1973)

Hljómsveit sem bar nafnið Gálgafrestur starfaði á fyrri hluta áttunda áratugarins, líklega í kringum 1973 í Hafnarfirði. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit og því mættu lesendur Glatkistunnar gjarnan miðla þeim til síðunnar ef þeir hefðu einhverjar.

Geðshræring (1982)

Hljómsveitin Geðshræring starfaði haustið 1982, að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit en hún spilaði m.a. á maraþontónleikum sem SATT stóð fyrir í Tónabæ. Lesendur Glatkistunnar mega gjarnan hjálpa til við að fylla upp í þær eyður sem þarf.

Geð [2] (1988-2001)

Geð var samstarfsverkefni þeirra Orra Harðarsonar og Birgis Baldurssonar en heimildir um það verkefni eru af afar skornum skammti. Þeir Orri og Birgir munu hafa byrjað að vinna saman undir þessu nafni þegar þeir unnu við sólóplötu Önnu Halldórsdóttur sem kom út 1998. Tveimur árum síðar áttu þeir félagar lag sem kom út á plötu…

Geð [1] (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Geð sem mun hafa starfað á níunda áratugnum, hverjir skipuðu sveitina, hvar, hversu lengi o.s.frv.

Geðveikir (2003)

Hljómsveitin Geðveikir var fjögurra manna sveit starfandi árið 2003 en sveitin átti þá lag á safnplötunni Smellur, sem samnefnt tónlistartímarit gaf út. Meðlimir Geðveikra voru allir þrettán ára gamlir en allar upplýsingar um nöfn þeirra og hljóðfæraskipan vantar, því er óskað eftir þeim hér með.

Geðveiki [1] (1982)

Óskað er eftir upplýsingum um dúettinn Geðveiki en hann var meðal fjölmargra sem léku á maraþontónleikum SATT í Tónabæ haustið 1982. Um svipað leyti starfaði hljómsveit sem bar heitið Garg og geðveiki en líklega er ekki um að ræða sömu sveit.

Geimfararnir (1998-2018)

Ballsveitin Geimfararnir starfaði í tvo áratugi frá tímabilinu 1998 til 2018 en þá hætti hún formlega. Sveitin sem var starfrækt í Grindavík kom fyrst fram haustið 1998, hún spilaði mikið á dansleikjum á heimaslóðum í Grindavík en birtist einnig stöku sinnum á höfuðborgarsvæðinu, s.s. á Gauki á Stöng og víðar. Meðlimir hennar voru Almar Þór…

Afmælisbörn 12. febrúar 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni dýralækni…