Geiri Sæm (1964-2019)

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson eða Geiri Sæm var fjölhæfur í sköpun tónlistar sinnar en hann starfaði með nokkrum hljómsveitum og átti einnig farsælan sólóferil þar sem hann sendi frá sér nokkrar plötur og vinsæl lög, tilraunir hans við að koma tónlist sinni á framfæri erlendis gengu ekki upp þrátt fyrir nokkra vinnu. Geiri Sæm (Ásgeir Magnús…

Geiri Sæm – Efni á plötum

Geiri Sæm – Fíllinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 034 / SMC 034 Ár: 1987 1. Hasarinn 2. Á þig 3. Tvær stjörnur 4. Kastalinn 5. Rauður bíll 6. Fíllinn 7. Friðland 8. Skjólið Flytjendur: Ásgeir Sæmundsson (Geiri Sæm) – söngur, forritun, píanó og hljómborð Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – gítar Kristján Edelstein – gítar Skúli Sverrisson…

Geirfuglarnir – Efni á plötum

Geirfuglarnir – Drit Útgefandi: SPAÐI Útgáfunúmer: SPAÐI CD 2 Ár: 1998 1. Vorljóð 2. Til í stuðið 3. Kveðjuvals 4. Eins og vera ber 5. Eyðiland 6. Alpapolki 7. Í túni sátum saman 8. Quandra 9. Lyfta Schindlers 10. Rauðhærður hnokki 11. Tígulás 12. Vammleysi 13. Komdu heim 14. Beðið eftir Kela 15. Hafmeyjan Flytjendur:…

Geirfuglarnir (1991-)

Hljómsveitin Geirfuglarnir hefur starfað frá því snemma tíunda áratugarins með hléum og er af því er best er vitað enn starfandi. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur og hefur starfað nokkuð í leikhúsi. Upphaf Geirfuglanna má rekja til Menntaskólans við Sund þar sem Halldór Gylfason (leikari), Freyr Eyjólfsson (útvarpsmaður) og Þorkell Heiðarsson voru við…

Geimharður og Helena (1991-95)

Geimharður og Helena var dúett (fremur en hljómsveit) sem starfaði á Húsavík á árunum 1991-95 að minnsta kosti. Borgar Þór Heimisson mun hafa verið söngvari en hljóðfæraskipan sveitarinnar var harmonikka og trommuheili auk e.t.v. fleiri hljóðfæra. Allar frekari upplýsingar óskast um Geimharð og Helenu.

Geirsbúðingarnir (1988)

Hljómsveitin Geirsbúðingarnir starfaði sumarið 1988 og kom þá fram á tónleikum. Meðal meðlima sveitarinnar var trommuleikarinn Sigurjón Kjartansson (Ham, Tvíhöfði, Olympia o.fl.) en upplýsingar vantar um aðra og er því hér með óskað eftir þeim.

Geirharður Valtýsson (1929-2010)

Geirharður Valtýsson (Gerhard Schmidt) setti mikinn svip á tónlistarlíf Siglfirðinga á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og segja má að hann hafi fær þeim heimsmenninguna beint í æð með starfi sínu nyrðra. Geirharður (Gerhard Walter Schmidt) fæddist í bænum Ronneburg í austanverðu Þýskalandi árið 1929 og nam þar tónlistarfræði sín en hann hafði verið…

Geimverur í lautarferð (um 1995)

Hljómsveit starfaði á Kirkjubæjarklaustri, líkast til um miðjan tíunda áratug síðustu aldar undir nafninu Geimverur í lautarferð, og var hún skipuð ungum hljóðfæraleikurum. Meðlimir Geimveranna voru þeir Vignir Snær Vigfússon gítarleikari, Magnús Árnason [?], Valdimar Gunnarsson [?] og Fjalar Hauksson trommuleikari, hér er giskað á að Vignir hafi sungið í sveitinni. Óskað er eftir frekari…

Genocide (2003-04)

Hljómsveitin Genocide starfaði á höfuðborgarsvæðinu 2003 og 04 að minnsta kosti og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2003, þá voru meðlimir sveitarinnar Andri Þorsteinsson gítarleikari og söngvari, Helgi Hrafn Hróðmarsson trommuleikari og Nökkvi Jarl Bjarnason bassaleikari og söngvari. Sveitin sem spilaði þungt rokk, komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna. Genocide var enn starfandi í árslok…

Gengið ilsig (1984)

Hljómsveitin Gengið ilsig starfaði í Menntaskólanum á Akureyri veturinn 1983-84 og verður varla minnst nema þá helst fyrir að sveitin skartaði söngkonunni Sigrúnu Evu Ármannsdóttur en þetta var hennar fyrsta hljómsveit. Sveitin keppti vorið 1984 í hljómsveitakeppni MA sem bar heitið Viðarstaukur og hafnaði hún þar í öðru sæti. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra…

Geisli [útgáfufyrirtæki] (1989-90)

Útgáfufyrirtækið Geisli starfaði um skamman tíma undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Fyirtækið var í eigu Ásmundar Jónssonar sem hafði verið einn af stofnendum Grammsins sem var eins konar fyrirrennari Geisla, þegar Grammið leið undir lok tók Geisli yfir katalók fyrirtækisins vorið 1989 en gaf þó eingöngu út tvær plötur með Bubba Morthens, annars vegar…

Geislar [3] (1965)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi í nokkra mánuði á Sauðárkróki sumarið 1965 og skartaði hún meðal annarra Geirmundi Valtýssyni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Geisla en upplýsingar þ.a.l. má gjarnan senda til Glatkistunnar.

Afmælisbörn 19. febrúar 2020

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Hanna Steina (Jóhanna Steinunn) Hjálmtýsdóttir söngkona er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Eins og flestir vita er hún dóttir Hjálmtýs Hjálmtýssonar söngvara og þ.a.l. systir Páls Óskars og Diddúar en hún hefur sungið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal eru…