Geisli [útgáfufyrirtæki] (1989-90)

Logo útgáfufyrirtækisins Geisla

Útgáfufyrirtækið Geisli starfaði um skamman tíma undir lok níunda áratugar síðustu aldar.

Fyirtækið var í eigu Ásmundar Jónssonar sem hafði verið einn af stofnendum Grammsins sem var eins konar fyrirrennari Geisla, þegar Grammið leið undir lok tók Geisli yfir katalók fyrirtækisins vorið 1989 en gaf þó eingöngu út tvær plötur með Bubba Morthens, annars vegar þriggja laga plötuna Hver er næstur? sem var liður í einhvers konar umferðarátaki um vorið, og hins vegar breiðskífuna Nóttin langa sem kom út fyrir jólin. Síðarnefnda platan seldist í tæplega fimmtán þúsund eintökum en það nægði ekki til að hafa fyrirtækinu áfram gangandi og því leið Geisli undir lok og gaf ekki út fleiri plötur.

Geisli annaðist einnig innflutning og dreifingu á tónlist samhliða útgáfunni.