Andlát – Ragnar Bjarnason (1934-2020)

Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason (Raggi Bjarna) er látinn, á áttugasta og sjötta aldursári. Nafn Ragnars telst vera eitt af þeim stærstu í íslenskri tónlistarsögu, hann sendi frá sér á fjórða tug smáskífna og fimmtán breiðskífur á ferli sínum og nutu mörg laga hans mikilla vinsælda og hafa orðið sígild. Meðal þeirra má nefna lög eins og…

Gestur Þorgrímsson (1920-2003)

Gestur Þorgrímsson var fjölhæfur listamaður og kom víða við í sköpun sinni, meðal viðfangsefna hans var tónlist og liggur ein útgefin tveggja laga plata með söng hans. Gestur fæddist í Laugarnesinu í Reykjavík árið 1920 og var reyndar oft kenndur við Laugarnesið. Hann nam höggmyndalist, fyrst við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík en síðar við…

Gestur Þorgrímsson – Efni á plötum

Gestur Þorgrímsson – Á Lækjartorgi / Rómeó og Júlía [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: Tónika P 109 Ár: 1954 1. Á Lækjartorgi 2. Rómeó og Júlía Flytjendur: Gestur Þorgrímsson – söngur Hljómsveit Magnúsar Péturssonar: – Magnús Pétursson – píanó – Björn R. Einarsson – harmonikka – Jón Sigurðsson – kontrabassi  – Gunnar Egilson –…

Gersemi tut (1990)

Gersemi tut var eins konar gjörningasveit eða fjöllistahópur sem starfaði innan Ólundar en það var félagsskapur ungs listafólks á Akureyri. Sveitin sem mun hafa verið tríó, kom fram á nokkrum uppákomum tengdum Ólund á fyrri hluta árs 1990, og voru meðlimir þess Helga Kvam og tveir aðrir sem síðar komu við sögu hljómsveitarinnar Vindva mei,…

Gerður Benediktsdóttir – Efni á plötum

Soffía og Anna Sigga / Gerður Benediktsdóttir – Órabelgur / Æ, ó, aumingja ég [ep] Útgefandi: Stjörnuhljómplötur Útgáfunúmer: STPL 1 Ár: 1959 1. Órabelgur 2. Æ, ó aumingja ég Flytjendur: Soffía Árnadóttir – söngur Sigríður Anna Þorgrímsdóttir – söngur Gerður Benediktsdóttir – söngur Tríó Árna Ísleifs; – Árni Ísleifsson – píanó – Karl Lilliendahl –…

Gerður Benediktsdóttir (1945-2021)

Gerður Benediktsdóttir telst meðal allra fyrstu barnastjarna hérlendis en flestir muna ennþá eftir stórsmellinum Æ, ó, aumingja ég, sem hún sendi frá sér þrettán ára gömul. Gerður Jóna Benediktsdóttir fæddist 1945 í Reykjavík og ólst upp að miklu leyti í Höfðaborginni. Hún var meðal sautján ungra og efnilegra dægurlagasöngvara sem valdir voru úr ríflega sextíu…

Genus (1988)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Genus sem starfaði árið 1988 en önnur sveit, Vímulaus æska var stofnuð upp úr henni og Létt og laggott sem einnig var starfandi um svipað leyti.

Gestur Guðmundsson [1] – Efni á plötum

Gestur Guðmundsson – Liðnar stundir: Gestur Guðmundsson tenór, upptökur frá 1963-2002 Útgefandi: Friðrik Friðriksson Dalbæ Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 1. Stökur 2. Í rökkurró 3. Wonne der Wehmut 4. Ich liebe dich 5. Heimliche Aufforderung 6. Morgen 7. Cäcilie 8. Ständchen 9. Ricondita armoria úr Tosca 10. Ah si, ben mio 11. Celeste Aida…

Gestur Guðmundsson [1] (1931-2021)

Svarfdælingurinn Gestur Guðmundsson hafði alla möguleika á að skapa sér nafn sem söngvari á sínum tíma en ákvað þess í stað að helga sig öðru, eftir hann liggur ein plata. Gestur fæddist 1931 og bjó uppvaxtarár sín í Svarfaðardal, fyrst í Gullbringu og síðan Karlsá, hann kom úr stórum systkinahópi en alls voru systkinin þrettán…

Gestur Guðmundsson [2] (1951-)

Gestur Guðmundsson félagsfræðiprófessor var einna fyrstur Íslendinga til að fjalla fræðilega um íslenska rokk- og dægurmenningu en hann sendi frá sér Rokksögu Íslands sem hefur síðan verið lykilrit um sögu rokksins til ársins 1990. Gestur er fæddur 1951, hann lauk BA prófi í félagsfræði við HÍ (1976) og síðan mastersprófi við Kaupmannahafnarháskóla (1981) og doktors-prófi…

Gettó (1983)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um skammlífa hljómsveit sem starfaði í febrúar 1983 og lék þá á einum tónleikum. Þeir sem hafa upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar mega gjarnan senda þær til Glatkistunnar með fyrirfram þökk.

GH sextett (1960)

GH sextett starfaði í Vestmannaeyjum og var líkast til djassskotin hljómsveit. Sveitin var stofnuð 1961, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði en líklega voru það nokkrir mánuðir uns sveitin gekk í gegnum mannabreytingar og gekk eftir það undir nafninu Rondó sextettinn. Meðlimir GH sextetts voru Aðalsteinn Brynjúlfsson bassaleikari, Jón Stefánsson söngvari, Huginn Sveinbjörnsson klarinettuleikari,…

GH kvartett (1961-63)

GH kvartett var skólahljómsveit sem starfaði í Gagnfræðaskóla Húsavíkur fyrir margt löngu en skammstöfunin GH stendur einmitt fyrir nafn skólans. GH kvartettinn mun hafa starfað á árunum 1961 til 63 en aðeins liggja fyrir upplýsingar um tvo meðlimi sveitarinnar, það voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og Steingrímur Hallgrímsson sem gæti hafa verið söngvari hennar. Upplýsingar…

Ghost (1986-88)

Hljómsveit var starfandi innan grunnskólans á Þingeyri í lok níunda áratugar síðustu aldar og bar hún nafnið Ghost. Sveitin var stofnuð 1986 og starfaði að minnsta kosti til ársins 1988 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Meðlimir Ghost voru Elías Þ. Jóhannsson trommuleikari, Sigurður Magnússon hljómborðsleikari, Sigmar Sigþórsson gítarleikari og Jón Sigurðsson söngvari og…

Afmælisbörn 26. febrúar 2020

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Það er fiðluleikarinn Björn Ólafsson sem átti þennan afmælisdag en hann lést árið 1984. Björn (f. 1917) er talinn meðal frumkvöðla í íslensku tónlistarlífi að mörgu leyti, hann hafði numið hér heima af Þórarni Guðmundssyni en fór síðan til Austurríkis í framhaldsnám og var alltaf ætlunin…