GH kvartett (1961-63)

GH kvartett var skólahljómsveit sem starfaði í Gagnfræðaskóla Húsavíkur fyrir margt löngu en skammstöfunin GH stendur einmitt fyrir nafn skólans.

GH kvartettinn mun hafa starfað á árunum 1961 til 63 en aðeins liggja fyrir upplýsingar um tvo meðlimi sveitarinnar, það voru þeir Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og Steingrímur Hallgrímsson sem gæti hafa verið söngvari hennar. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi GH kvartetts en sveitin mun hafa verið kvintett á einhverjum tímapunkti.