Ghost (1986-88)

Ghost

Hljómsveit var starfandi innan grunnskólans á Þingeyri í lok níunda áratugar síðustu aldar og bar hún nafnið Ghost. Sveitin var stofnuð 1986 og starfaði að minnsta kosti til ársins 1988 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi.

Meðlimir Ghost voru Elías Þ. Jóhannsson trommuleikari, Sigurður Magnússon hljómborðsleikari, Sigmar Sigþórsson gítarleikari og Jón Sigurðsson söngvari og gítarleikari.