
Bölverkur
Hljómsveitin Bölverkur frá Mosfellsbær og Stykkishólmi var starfandi 2000 og 01, og keppti reyndar í Músíktilraunum Tónabæjar síðara árið. Þá voru meðlimir sveitarinnar þeir Sigmar Logi Hinriksson gítarleikari, Bragi Páll Sigurðsson söngvari, Hrafnkell Thorlacius bassaleikari og Jón Ragnar Daðason trommuleikari.
Sveitin sem lék rokk í þyngri kantinum, komst ekki áfram í úrslit keppninnar.