Carpe diem (1991-92)

engin mynd tiltækCarpe diem var rokksveit úr Reykjavík, stofnuð upp úr annarri sveit Dagfinni dýralækni sem tekið hafði þátt í Músíktilraunum 1991.

Sveitin tók þátt í tilraununum árið eftir, 1992 og voru meðlimir hennar þá Franz Gunnarsson gítarleikari (Ensími o.fl.), Guðmundur Jón Ottósson gítarleikari, Helgi Örn Pétursson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson söngvari og Björn Hermann Gunnarsson trommuleikari.

Sveitin komst ekki áfram í Músíktilraununum og varð líklega ekki langlíf.