Savanna tríó (1961-67 / 1990)

Savanna tríóið var í fararbroddi íslenskra þjóðlagatríóa sem nutu vinsælda á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Tríóið sótti fyrirmynd sína til hins bandaríska Kingston tríós en fór brátt eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni. Savanna tríóið fékk nafn sitt í upphafi árs 1962 en hafði þá í raun verið starfandi í nokkra mánuði, upphaflega…

Dúmbó sextett (1960-69 / 1977-78)

Saga hljómsveitarinnar Dúmbó er bæði margslungin og flókin, spannar langan tíma og inniheldur fjölmargar mannabreytingar – svo mjög að ekki er víst að þessi umfjöllun nái utan um þær allar. Sögu sveitarinnar er reyndar líklega enn ekki lokið því hún kemur reglulega saman og leikur opinberlega. Hljómsveitin Dúmbó (Dumbo/Dumbó) var stofnuð í Gagnfræðaskóla Akraness vorið…

Roð (1997-99)

Pönkhljómsveitin Roð frá Húsavík starfaði skömmu fyrir síðustu aldamót og vakti nokkra athygli sérstaklega fyrir beinskeytta texta en náði ekki að koma frá sér miklu efni í útgáfuformi. Sveitin var hluti af húsvísku pönksenunni seinni part tíunda áratugarins en þá var heilmikil vakning norðanlands, sem leiddi ýmist af sér sveitir sem kepptu í Músíktilraunum eða…

Carpe diem (1991 – 1992)

Carpe diem var rokksveit úr Reykjavík, stofnuð upp úr annarri sveit Dagfinni dýralækni sem tekið hafði þátt í Músíktilraunum 1991. Sveitin tók þátt í tilraununum árið eftir, 1992 og voru meðlimir hennar þá Franz Gunnarsson gítarleikari (Ensími o.fl.), Guðmundur Jón Ottósson gítarleikari, Helgi Örn Pétursson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson söngvari og Björn Hermann Gunnarsson trommuleikari. Sveitin…

Tónik [1] (1961)

Hljómsveitin Tónik (Tónik kvintett) var stofnuð af Elfari Berg píanóleikara (Lúdó sextett o.fl.) í ársbyrjun 1961. Aðrir meðlimir voru Björn Björnsson trommuleikari, Guðjón Margeirsson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson gítarleikari, Jón Möller básúnuleikari og Englendingurinn Cole Porter söngvari. Fyrst um sinn lék sveitin í Vetrargarðinum og síðar víðar en hún var ýmist nefnd Tónik eða Tónik kvintett…