Afmælisbörn 31. janúar 2020

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd. Árni er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Benedikt Brynleifsson trommu- og ásláttarleikari er…

Afmælisbörn 30. janúar 2020

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á árum áður,…

Gaia (1991-93)

Gaia var samstarfsverkefni Valgeirs Guðjónssonar og Eyþórs Gunnarssonar í tengslum við nokkurra mánaða siglingu samnefnds víkingaskip frá Noregi og vestur um haf árið 1991. Plata kom út með tvíeykinu og plötusamningur var gerður við bandarískt útgáfufyrirtæki en ekki varð um frekari landvinninga. Tildrög þess að dúettinn varð að veruleika voru þau að norski útgerðarmaðurinn Knut…

Gaia – Efni á plötum

Gaia – Gaia Útgefandi: Steinar & Windham Hill records / Windham Hill records Útgáfunúmer: 13132912 & WH 01934 11129 2 / V130.090 Ár: 1991 / 1993 1. Gaia 2. Sleeping under a strange sky 3. Keep the promise 4. Firewater 5. Wherever you go 6. Song of the mermaids 7. Beyond the horizon 8. Midnight…

Garðar Guðmundsson (1942-)

Garðar Guðmundsson er af fyrstu kynslóð rokksöngvara hér á landi og þótti sækja stíl sinn til Tommy Steele og Cliff Richards, hann söng með nokkrum af vinsælustu hljómsveitum gullaldartímabils rokksins. Garðar hætti söng um lok sjöunda áratugarins en birtist aftur löngu síðar þegar gullaldarárin voru rifjuð upp á rokksýningum á Broadway og slíkum skemmtistöðum og…

Garðar Guðmundsson – Efni á plötum

Rokkbræður – Rokkfár Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 136 Ár: 1985 1. Rokkfár 2. Móna Lísa 3. Það sem mér líkar best 4. Um hóla og tún 5. Köld og klár 6. Bíbaba lúla 7. Vala og Soffía 8. Rauð segl út á sjónum 9. Raunalag 10. Eina nótt 11. Má ég biðja um dans? 12.…

Gaukarnir (1981-83)

Hljómsveitin Gaukarnir starfaði á höfuðborgarsvæðinu um tveggja ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1981 og var kvartett framan af, það voru bræðurnir Einar Hrafnsson bassaleikari og Haraldur Hrafnsson trommuleikari, og Ásgeir Sverrisson gítarleikari og Egill Helgason söngvari og harmonikkuleikari sem skipuðu sveitina, tveir þeir síðast töldu urðu síðar kunnir fjölmiðlamenn. Árið…

Garg og geðveiki (1983 / 1990)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Garg og geðveiki sem var starfrækt á fyrri hluta árs 1983. Fyrir liggur að Bjarni „móhíkani“ Þórðarson gítarleikari, Siggi pönk (Sigurður Ágústsson) [bassaleikari?] og Jómbi (Jónbjörn Valgeirsson) trommuleikari voru í þessari sveit en finnast upplýsingar um hvort fleiri komu við sögu hennar þá. 1990 birtist Garg og…

Garðshornsbræður (um 1950)

Hinir svokölluðu Garðshornsbræður var sönghópur úr Svarfaðardalnum fyrir og um miðja síðustu öld. Framan af var líklega um að ræða kvartett, tvennir bræður – annars vegar Hjalti og Lárus Blómkvist Haraldssynir sem voru frá Ytra-Garðshorni og Jóhann Kristinn (tenór) og Júlíus Jón Daníelssynir (bassi) frá Syðra-Garðhorni hins vegar. Jóhann Haraldsson (bróðir Hjalta og Lárusar) söng…

Garðar Olgeirsson – Efni á plötum

Guðjón Matthíasson og Garðar Olgeirsson – Guðjón Matthíasson og Garðar Olgeirsson leika gömlu dansana [ep] Útgefandi: GM Tónar Útgáfunúmer: GM tónar 1426 Ár: 1971 1. Skalapolki 2. Aprílkvöld (vals) 3. Skógar-skottís 4. Nótt í Njarðvík (ræll) 5. Á grænu ljósi (marsúki) 6. Fjallarefurinn (vínarkrus) Flytjendur; Guðjón Matthíasson – harmonikka Garðar Olgeirsson – harmonikka Þorsteinn Þorsteinsson…

Garðar Olgeirsson (1944-)

Garðar Olgeirsson er harmonikkuáhugamönnum vel kunnur en hann hefur verið í fremstu röð nikkuspilara hérlendis um árabil og sent frá sér nokkrar plötur. Garðar Olgeirsson fæddist 1944 og hefur mest alla tíða búið á æskuheimili sínu að Hellisholtum í Hrunamannahreppi. Hann hóf snemma að þreifa fyrir sér með harmonikkuleik, eignaðist sína fyrstu nikku tíu ára…

Gaukar [1] (1969)

Karlakórinn Gaukar starfaði í Austur-Landeyjahreppi haustið 1969 og söng þá undir stjórn Árna Ólafssonar. Ekki finnast heimildir um hversu lengi þessi kór starfaði og er því hér með óskað efti frekari upplýsingum um karlakórinn Gauka.

Gas (1982)

Hljómsveitin Gas starfaði haustið 1982, að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu. Gas var ein fjölmargra hljómsveita sem léku á maraþontónleikum á vegum SATT og Tónabæjar en engar upplýsingar finnast um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar, þeim upplýsingum er því hér með óskað eftir.

Gargið (2000-03)

Hljómsveitin Gargið (Garg) var síðasta hljómsveitin sem Pétur W. Kristjánsson starfaði með en hún starfaði um þriggja ára skeið eftir aldamótin. Gargið, sem oftar en ekki var auglýst undir nafninu Pétur Kristjánsson & Gargið var stofnuð vorið 2000 og fór á fullt um sumarið, auk Péturs voru í sveitinni Jón Ólafsson bassleikari, Tryggvi J. Hübner…

Gargandi gaukar (1993)

Hljómsveit skipuð piltum (á aldrinum 10-12 ára) starfaði á Dalvík árið 1993, hugsanlega lengur. Í þessari sveit var Friðrik Ómar Hjörleifsson og var hann að líkindum trymbill sveitarinnar, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan annarra meðlima sveitarinnar en þeir voru Einar Örn [?], Hilmir Freyr [?], Gunnar [?], Snorri [?] og Davíð Ingi [?].

Gaukar [2] (1975-81)

Hljómsveit, að öllum líkindum tríó sem mestmegnis lék gömlu dansana starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið frá því um miðbik áttunda áratugarins og fram á þann níunda, og lék mestmegnis á dansstöðum í borginni. Gaukar störfuðu af því er virðist frá haustinu 1975 og fram á sumar 1981 en undir það síðasta lék hún…

Afmælisbörn 28. janúar 2020

Tvær söngkonur úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir er fjörutíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í…

Afmælisbörn 27. janúar 2020

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en…

Afmælisbörn 26. janúar 2020

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, flugfreyja og trompetleikari er fimmtug og á því stórafmæli í dag. Hún leikur reyndar á ýmis önnur hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Þá á Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari einnig…

Afmælisbörn 25. janúar 2020

Sex afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sextíu og níu ára gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Afmælisbörn 24. janúar 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni: Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem…

Afmælisbörn 23. janúar 2020

Þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir söngkona er sjötíu og átta ára en hún gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Helena söng inn á fjölmargar plötur á söngferli sínum, þá fyrstu þegar hún var…

Garðar Cortes (1940-2023)

Óhætt er að segja að óperusöngvarinn Garðar Cortes hafi verið í fremstu röð tónlistarfólks á Íslandi á tuttugustu öldinni en hann kom að íslensku tónlistarlífi frá mörgum hliðum sem kórstjórnandi, óperusöngvari, hljómsveitastjóri, óperustjóri, söngskólastjóri og jafnframt stofnandi hljómsveita, kóra, tónlistarskóla og óperu. Hann fórnaði frama í alþjóðlegum heimi óperunnar til að sinna hugsjónastarfi sínu hér…

Garðar Cortes – Efni á plötum

Garðar Cortes og Krystyna Cortes – Íslenzk einsöngslög I Útgefandi: Trygg recordings Útgáfunúmer: TRG 77004 Ár: 1977 1. Rósin 2. Vorgyðjan 3. Heimir 4. Kata litla í Koti 5. Kveldriður 6. Sofðu, sofðu góði 7. Ég lít í anda liðna tíð 8. Lindin 9. Mánaskin 10. Bikarinn 11. Í dag 12. Íslenskt vögguljóð á hörpu…

Gammel dansk (1992-2012)

Erfitt er að finna neinar haldbærar upplýsingar um hljómsveit úr Borgarnesi sem bar nafnið Gammel dansk (Gammeldansk) en sú sveit starfaði í ríflega tvo áratugi með hléum af því er virðist, í kringum aldamótin 2000. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá því um 1992 og þær yngstu síðan 2012, sveitin gæti þó hafa…

Gammar [2] – Efni á plötum

Gammar [2] – Gammar Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 131 Ár: 1984 1. Gammadans 2. Taktu sex 3. Fuglinn 4. Mistur 5. Óðurinn 6. Gjálfur 7. Bláa skóflan 8. Litla stúlka Flytjendur: Björn Thoroddsen – gítar Þórir Baldursson – rafpíanó, orgel og hljómborð Stefán S. Stefánsson – flauta og saxófónar Steingrímur Óli Sigurðarson – trommur og…

Gammar [2] (1982-94 / 2006-07)

Hljómsveitin Gammar starfaði í rúmlega áratug á síðari hluta síðustu aldar, hætti störfum en birtist svo aftur á nýrri öld. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur en tónlist hennar má skilgreina sem djass- eða bræðingstónlist. Það var gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem stofnaði Gamma árið 1982 og voru aðrir meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Hjörtur…

Gammar [1] (1974-77)

Söngkvintett starfaði á Akureyri á árunum 1974 til 1977 undir nafninu Gammar. Gammarnir munu hafa komið fram opinberlega á nokkrum söngskemmtunum nyrðra áður en kvintettinn kom fram í sjónvarpsþætti síðsumars 1975. Þær sjónvarpsupptökur eru nú glataðar eins og svo margt frá upphafsárum Ríkissjónvarpsins en einhverjar upptökur frá æfingum hópsins hafa verið varðveittar. Annars sungu Gammar…

Gamlir Fóstbræður (1959-)

Karlakórinn Gamlir Fóstbræður (einnig stundum nefndur Eldri Fóstbræður) hefur verið starfandi um árabil og hefur verið í senn félagasskapur og kór karlmanna sem komnir eru af léttasta skeiðinu. Svo virðist sem eldri kórfélagar hafi verið að syngja saman frá því um 1955 en Gamlir Fóstbræður voru stofnaðir formlega haustið 1959 upp, uppistaðan í kórnum voru…

Gallon (1979-80)

Hljómsveit að nafni Gallon starfaði á Skagaströnd árin 1979 og 80 og lék þá á Húnavöku, hugsanlega starfaði hún lengur. Fyrir liggur að Hallbjörn Hjartarson var í þessari sveit og hefur þá væntanlega sungið en ekki er að finna upplýsingar um aðra meðlimi Gallons, óskað er eftir upplýsingum um þá.

Garðar Þorsteinsson (1906-79)

Séra Garðar Þorsteinsson (1906-79) var kunnur söngmaður og stjórnandi fyrir miðbik síðustu aldar. Hann fæddist á Akureyri 1906 en flutti ungur með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og ólst þar upp, eftir stúdentspróf lauk hann guðfræðiprófi og fór síðan erlendis til framhaldsnáms og nam þá söng en hann hafði þá þegar einnig lært söng hér heima,…

Garðar Karlsson [2] – Efni á plötum

Hulda Björk Garðarsdóttir og Óskar Pétursson – Vorperla: sönglög Útgefandi: Hulda Björk Garðarsdóttir Útgáfunúmer: GK01 Ár: 2003 1. Litli vinur 2. Endurfæðing 3. Berið mig, vindar, burt 4. Sá brúni 5. Vorperla 6. Una 7. Ég vildi að ég væri 8. Gestaboð 9. Dimma nótt 10. Vögguljóð 11. Í tunglsljósi Flytjendur: Hulda Björk Garðarsdóttir –…

Garðar Karlsson [2] (1947-2001)

Garðar Karlsson var tónlistarmaður sem starfaði mestmegnis á Norðurlandi, mest í Eyjafirðinum en einnig í Mývatnssveit, ein plata liggur eftir með tónlist hans en hún var gefin út að honum látnum. Garðar (f. 1947) lærði húsgagnasmíði og starfaði við það fag framan af, t.d. sem smíðakennari en hann aflaði sér síðan kennslu- og skólastjóraréttinda og…

Garðar Karlsson [1] (1942-2011)

Flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) var kunnur gítarleikari á sjöunda áratug liðinnar aldar og starfaði þá með nokkrum danshljómsveitum. Þekktustu sveitirnar sem hann lék með voru Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Svavars Gests og Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar en með þeim lék hann inn á fjölmargar vinsælar plötur sem söngvarar eins og Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms Helena…

Gancía (1979-80)

Ísfirska hljómsveitin Gancía (Gancia) var starfrækt í lok áttunda áratugar síðustu aldar, líklega 1979 og 80. Sveitin var stofnuð síðla sumars 1979 og voru meðlimir hennar þá Ásthildur Cesil Þórðarsdóttir söngkona, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari [?], Halldór Guðmundsson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari [?]. Ekki liggur fyrir hversu lengi Gancía starfað…

Afmælisbörn 22. janúar 2020

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) er áttatíu og sjö ára, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar (sem að mestu var…

Afmælisbörn 21. janúar 2020

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum.…

Afmælisbörn 20. janúar 2020

Tvö afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og fimm ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Afmælisbörn 19. janúar 2020

Í dag eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötugur í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru, bjó síðar í Vestmannaeyjum…

Afmælisbörn 18. janúar 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er fimmtíu og átta ára á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í sönghópnum…

Afmælisbörn 17. janúar 2020

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og eins árs gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2020

Í dag er eitt afmælisbarn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sjötíu og eins árs gamall í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Galdrakarlar (1975-83)

Hljómsveitin Galdrakarlar starfaði um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, sveitin var lengi húshljómsveit í Þórscafé og kom hún við sögu á fáeinum plötum. Galdrakarlar voru stofnaðir haustið 1975 upp úr hljómsveitinni Bláberi en hún kom fyrst fram opinberlega í febrúarmánuði 1976 og vakti þá einkum athygli fyrir skemmtilega spilamennsku, fjölhæfni…

Galdrakarlar – Efni á plötum

Kári P – Vælferðarvísur Útgefandi: Havnar Jazzfelag / Tutl Útgáfunúmer: HJF 5 / HJF 5 Ár: 1978 / 1991 1. Kalli Katt 2. Sálarhirdin 3. Hvørvisjónin 4. Tjóðsangur fyri hina helvtina 5. Herluf 6. Sangur um flyting 7. Góðborgara-shuffle 8. Verkamaður allra landa 9. Bara tú riggar 10. Andvera 11. Tarsanskvæði 12. Ameríkakvæði 13. Lagarliga…

Galgopar (1990-94)

Galgopar var söngflokkur starfandi á Akureyri á árunum 1990-94 og naut nokkurra vinsælda í heimabyggðinni og nærsveitunum. Galgopar komu fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1994 og var ýmist sagður vera kvartett eða kvintett. Upphaflega voru þeir fjórir talsins, Vilberg Jónsson (fyrsti bassi), Þorsteinn Jósepsson (annar bassi), Stefán Birgisson (annar tenór) og Óskar Pétursson (fyrsti tenór)…

Gabríel [3] (1990)

Blúshljómsveitin Gabríel kom fram í nokkur skipti árið 1990 á höfuðborgarsvæðinu en meðlimir sveitarinnar komu víða að af landsbyggðinni. Meðlimir Gabríels voru Ásgrímur Ásgrímsson trommuleikari, Björn Árnason bassaleikari, Leó Torfaon gítarleikari og Vignir Daðason söngvari. Sveitin virðist hafa verið fremur skammlíf.

Gabríel [2] (1990)

Árið 1990 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Gabríel. Meðlimir þessarar sveitar voru Guðni Bragason bassaleikari, Jón Ingólfsson hljómborðsleikari og Elvar Bragason gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Upplýsingar óskast þ.a.l. um þá.

Gabríel [1] (1980-82 / 2002-03)

Ísfirska hljómsveitin Gabríel starfaði í nokkur ár og var þá öflug í ballspilamennskunni á Vestfjörðum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 á Ísafirði og voru Guðmundur Hjaltason söngvari og Kristinn Níelsson gítarleikari þar fremstir í flokki, aðrir meðlimir voru Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Hólmgeir Baldursson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari, Jón Hallfreð Engilberts mun hafa tekið gítarnum…

G.P. kvintett (1970)

Óskað er eftir upplýsingum um G.P. kvintettinn sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1970. Ekki liggur fyrir hverjir meðlimir sveitarinnar voru en söngkonan Kristbjörg Löve (Didda Löve) söng með henni.

Gagn og gaman [útgáfufyrirtæki] (1976-79)

Útgáfufyrirtækið Gagn og gaman starfaði um skeið á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og sendi þá frá sér tvær plötur. Gagn og gaman var stofnað sumarið 1976 og var hugsað sem eins konar félag eða klúbbur þar sem fólk keypti sig inn með tveggja ára gjaldi og fékk þá afurðir útgáfunnar á góðum kjörum,…