Afmælisbörn 27. janúar 2020

Elmar Gilbertsson

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar:

Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en hann hefur auðvitað sungið í ótal óperuuppfærslum og tónleikum í gegnum tíðina hér heima og erlendis. Hann hefur bæði hlotið Grímuverðlaun og verið kjörinn söngvari ársins flokki sígildrar/samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Þá á Haukur Viðar Alfreðsson stórafmæli í dag en hann er fertugur. Haukur Viðar hefur sungið og leikið á gítar og bassa í fjölda hljómsveita en þekktust þeirra eru Morðingjarnir og Vígspá, einnig má nefna sveitir eins og Leather beezt, Dáðadrengir og Hellvar.