Gaukar [2] (1975-81)

Hljómsveit, að öllum líkindum tríó sem mestmegnis lék gömlu dansana starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið frá því um miðbik áttunda áratugarins og fram á þann níunda, og lék mestmegnis á dansstöðum í borginni.

Gaukar störfuðu af því er virðist frá haustinu 1975 og fram á sumar 1981 en undir það síðasta lék hún stopult.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Þorkell Snævar Árnason gítarleikari, Jón Jónsson píanóleikari, Barði Ólafsson söngvari og Árni Ísaksson hljómborðsleikari.

Til stóð að Axel Einarsson hjá Icecross-records myndi gefa út plötu með Gaukum en af því varð aldrei.