Stormar [3] (1971-78)

Hljómsveitin Stormar starfaði um árabil mest allan áttunda áratug síðustu aldar á höfuðborgarsvæðinu, sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék einkum í Templarahöllinni og slíkum stöðum. Stormar voru líklega stofnaðir um mitt ár 1971 og um haustið voru þeir farnir að leika fyrir dansi í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Næstu mánuðina var sveitin eins konar húshljómsveit…

Sóló [1] (1961-80 / 2017-)

Hljómsveitin Sóló var ein allra vinsælasta bítlasveitin sem spratt fram á sjónarsviðið fyrir og um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og telst meðal stærstu nafnanna þegar kemur að uppgjöri við það tímabil, Sóló gaf aldrei út plötu á sínum tíma en hver veit hvað hefði gerst hefðu þeir fengið tækifæri til þess því sveitin hafði…

Gaukar [2] (1975-81)

Hljómsveit, að öllum líkindum tríó sem mestmegnis lék gömlu dansana starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið frá því um miðbik áttunda áratugarins og fram á þann níunda, og lék mestmegnis á dansstöðum í borginni. Gaukar störfuðu af því er virðist frá haustinu 1975 og fram á sumar 1981 en undir það síðasta lék hún…

Ó.B. kvintettinn (1965)

Ó.B. kvintettinn var skammlíf sveit, starfandi um miðjan sjöunda áratug tuttugustu aldar. Ólafur Benediktsson stofnaði og starfrækti þessa sveit 1965. Janis Carol var söngkona hennar en hún var einmitt kærasta Ólafs. Þorkell Snævar Árnason var gítarleikari í þessari sveit en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina eða hversu lengi hún starfaði.

J.J. Quintet (1959-73)

Hljómsveit Jóns Erlings Jónssonar, J.J. Quintet/t (stundum einnig sextett þegar við átti) starfaði í á annan áratug og var meðal fremstu danshljómsveit landsins, m.a. mitt í þeim tónlistarhrærigraut sem sjöundi áratugurinn bauð upp á. Ýmsir söngvarar áttu eftir að koma við sögu sveitarinnar eins og venja var á þessum árum, og var hún iðulega kennd…