Ó.B. kvintettinn (1965)

Ó.B. kvintettinn var skammlíf sveit, starfandi um miðjan sjöunda áratug tuttugustu aldar.

Ólafur Benediktsson stofnaði og starfrækti þessa sveit 1965. Janis Carol var söngkona hennar en hún var einmitt kærasta Ólafs.

Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina eða hversu lengi hún starfaði.