Afmælisbörn 31. ágúst 2017

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Vernharður Linnet djassfræðingur með meiru er sjötíu og þriggja ára. Vernharður er líklega þekktasti djassáhugamaður landsins en hann hefur komið að djasstónlistinni frá ýmsum hliðum, starfrækt og stýrt tímariti um djass (Tónlistartímaritið TT og Jazzmál), haldið úti útvarpsþáttum, verið gagnrýnandi á Morgunblaðinu og verið…

Afmælisbörn 30. ágúst 2017

Afmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og þriggja ára í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…

Þúsund andlit – Efni á plötum

Þúsund andlit – Þúsund andlit Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: 13154942 Ár: 1994 1. Fullkominn 2. Ein nóttin enn 3. Ég finn það 4. Geggjað 5. Heim (ég gæti ekki lifað) 6. Tálsýn 7. Ótíndir þjófar 8. Hlauptu, hlauptu 9. Með þér 10. Vængbrotin ást Flytjendur: Birgir Jóhann Birgisson – hljómborð, gítar, bassi og trommur Eiður Arnarsson…

Þúsund andlit (1991-95)

Hljómsveitin Þúsund andlit herjaði á sveitaböllin á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar, átti þá nokkur lög á safnplötum og gaf út eina breiðskífu. Sveitin var reyndar fyrst sett saman fyrir Landslagskeppnina haustið 1991 en þá höfðu þeir Birgir Jón Birgisson hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari samið lög fyrir keppnina og fengið Sigrúnu Evu Ármannsdóttur…

Þúfnabanar (um 1980)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Þúfnabana en hún starfaði á Snæfellsnesinu, að öllum líkindum í Ólafsvík. Sveitin starfaði líklega í kringum 1980, nákvæmlega liggur þó ekki fyrir. Takmarkaðar upplýsingar er ennfremur að finna um meðlimi hennar, Sveinn Þór Elínbergsson var trommuleikari hennar og Jens Hansson saxófónleikari lék um tíma með henni einnig en…

Þú og ég – Efni á plötum

Þú og ég – Ljúfa líf Útgefandi: Steinar / Spor Útgáfunúmer: STLP 036 / STCD 036 Ár: 1979 / 1994 & 2003 1. Vegir liggja til allra átta 2. Þú og ég 3. Dans, dans, dans 4. Hið ljúfa líf 5. Í Reykjavíkurborg 6. Villi og Lúlla 7. Kysstu mig 8. Sól bak við hól…

Þú og ég (1979-82)

Segja má að dúettinn Þú og ég (Þú & ég) sé holdgervingur diskótónlistarinnar á Íslandi en sú tónlist var reyndar á niðurleið víðast annars staðar þegar tvíeykið kom fram á sjónarsviðið. Þú og ég nutu þó gríðarmikilla vinsælda á sínum tíma og mörg laga þeirra eru enn vel þekkt óháð kynslóðum. Gunnar Þórðarson var maðurinn…

Þú ert… (1993-94)

Hljómsveitin Þú ert… var skammlíf ballsveit starfandi um eins árs skeið 1993 og 94. Þú ert… var stofnuð haustið 1993 og voru meðlimir sveitarinnar Ingibjörg Erlingsdóttir söngkona, Hafþór Pálsson söngvari, Daníel Arason hljómborðsleikari, Ólafur Karlsson trommuleikari, Jón Friðrik Birgisson bassaleikari og Hafsteinn Þórisson gítarleikari. Jónas Sveinn Hauksson tók síðan við sönghlutverkinu af Hafþóri líklega um…

Þvagpappír 74 (1970)

Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi haustið 1970 sem bar heitið Þvagpappír 74. Hafi þessi sveit í alvöru verið til má gjarnan senda Glatkistunni upplýsingar um hana, þ.m.t. meðlimi, líftíma o.s.frv.

Þvag (1978)

Nafn hljómsveitarinnar Þvags fór ekki hátt í íslenskri tónlistarsögu, ekki einu sinni meðal ungra tónlistaráhugamanna/kvenna sem voru að kynna sér pönkstrauma og -stefnur frá Bretlandi vorið 1978 en þessi skammlífa sveit telst vera meðal þeirra fyrstu hérlendis af þeirri gerðinni. Aðeins liggja fyrir upplýsingar um tvo meðlimi Þvags en Hörður Bragason (síðar organisti og meðlimur…

Þúsund og ein nótt (1989)

Þúsund og ein nótt ku hafa verið hljómsveit starfrækt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í kringum 1990, að minnsta kosti árið 1989 en þá gæti sveitin hafa átt efni á safnsnældu sem nemendafélag skólans stóð fyrir útgáfu á. Litlar sem engar upplýsingar er að hafa um þessa sveit utan þess að Orri Harðarson og Ólafur…

Afmælisbörn 29. ágúst 2017

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Benóný Ægisson (Benni Ægizz) leikari og tónlistarmaður er sextíu og fimm ára. Benóný hefur sent frá sér sólóplötur, nú síðast fyrir fáeinum vikum, en hann hefur einnig verið viðloðandi hljómsveitir eins og Kamarorghesta, Sódó ódó og Orghesta. Herdís Hallvarðsdóttir er sextíu og eins árs…

Afmælisbörn 28. ágúst 2017

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður er sextíu og níu ára gamall. Magnús Þór er auðvitað kunnastur fyrir samstarf sitt með Jóhanni Helgasyni, sbr. Magnús & Jóhann, en saman störfuðu þeir líka sem Pal brothers og í hljómsveitinni Change. Magnús Þór hefur ennfremur gefið út fjöldann allan af…

Afmælisbörn 27. ágúst 2017

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Sigríður Maggý Magnúsdóttir (Sigga Maggý) söngkona átti afmæli á þessum degi en hún lést árið 2009. Sigga Maggý var fædd 1934, hún var gift harmonikkuleikaranum Ásgeiri Sverrissyni og söng lengi með gömludansasveit hans, Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar, á öldurhúsum höfuðborgarinnar. Ein fjögurra laga plata kom út með…

Afmælisbörn 26. ágúst 2017

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Daníel Ágúst Haraldsson söngvari er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Hann vakti fyrst athygli á menntaskólaárum sínum með hljómsveitinni Nýdanskri sem hann hefur starfað með, reyndar með hléum, allt til þessa dags. Áður hafði hann verið í hljómsveitinni Chorus. Daníel Ágúst hefur einnig verið…

Afmælisbörn 25. ágúst 2017

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Magnús Eiríksson laga- og textahöfundur, gítarleikari og söngvari er sjötíu og tveggja ára gamall. Magnús er einn allra helsti lagahöfundur íslenskrar tónlistarsögu, á að baki sólóferil sem og feril með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Brunaliðið, Pónik og Blúskompaníið auk samstarfs við Kristján Kristjánsson (KK) og…

Afmælisbörn 24. ágúst 2017

Eitt afmælisbarn í íslenskri tónlistarsögu kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Ólafur Haukur Símonarson er sjötugur í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar eigin leiðir en hann…

Afmælisbörn 23. ágúst 2017

Afmælisbörnin eru tvö talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari og kokkur á stórafmæli dagsins því hann er fimmtugur í dag. Margir muna eftir honum síðhærðum með Stjórninni þegar Eitt lag enn tröllreið öllu hér á landi en Jón Elfar hefur einnig leikið með sveitum eins og Sigtryggi dyraverði, Singultus, Hjartagosunum,…

Þusl – Efni á plötum

Þusl – Ekki dugir ófreistað! Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 166 Ár: 1996 1. Vísir að gleði 2. Sól 3. Kastalinn 4. Bikarinn 5. Ljósvakinn 6. Svei mér þá 7. 1997 8. Engisprettan 9. Café flug 10. Búri 11. Blómagarðurinn 12. Myrkur Flytjendur: Arnór Brynjar Vilbergsson – hammond, hljómborð, rhodes, kassagítar og raddir Bjarni Rafn Garðarsson…

Þuríður Sigurðardóttir (1949-)

Söngkonan ástsæla Þuríður (Svala) Sigurðardóttir var með vinsælustu söngkonum landsins á sínum tíma þótt hún syngi ekki beinlínis hvern stórsmellinn á fætur öðrum. Hún er af miklu tónlistarfólki komin og hafa þau tengsl án efa átt sinn þátt í að hún fetaði söngstíginn en í blaðaviðtali hefur hún sagt að það hefði aldrei verið ætlunin,…

Þuríður Pálsdóttir – Efni á plötum

Þuríður Pálsdóttir [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 29 Ár: 1953 1. Blítt er undir björkunum 2. Hrosshár í strengjum 3. Sofðu unga ástin mín Flytjendur: Þuríður Pálsdóttir – söngur Robert A. Ottósson – píanó   Óperettan Í álögum (Spellbound: An operette in four acts) – úr óperettu Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM…

Þuríður Pálsdóttir (1927-2022)

Allir þekkja óperusöngkonuna Þuríði Pálsdóttur en hún var meðal þeirra allra fremstu hérlendis og söng í ótal mörgum óperuuppfærslum og við önnur tækifæri hérlendis. Þuríður var meðal frumherja kvensöngvara hérlendis, kenndi söng í áratugi, stuðlaði að varðveislu tónlistar s.s. í formi barnagæla og starfaði að ýmsum öðrum málum tengdum íslenskri tónlist, þá er jólaplata hennar…

Þuríður formaður og hásetarnir (1995-)

Hljómsveit hefur starfað á Akureyri a.m.k. frá árinu 1995 undir nafninu Þuríður formaður og hásetarnir. Ekki liggur fyrir hverjir hafa skipað þessa sveit önnur en þau Reynir Helgi og Þuríður Jóna Schiöth en sú síðarnefnda ku vera formaðurinn. Líklega er um eins konar harmonikkuband að ræða. Engar upplýsingar er heldur að finna um hvort sveitin…

Þuríður Baxter – Efni á plötum

Þuríður Baxter – Mitt er þitt Útgefandi: Þuríður Baxter Útgáfunúmer: BXA 001 Ár: 1995 1. Þrjár stemmur 2. Ég lít í anda liðna tíð 3. Tondeleyó 4. Maður hefur nú 5. Minning um Maríu A 6. Júkalí 7. Nannas Lied 8. Vi er venner 9. Ich spür’ in mir 10. Wien, du Stedt meiner Träume…

Þuríður Baxter (1945-2012)

Þuríður Baxter mezzósópran hafði verið þekkt fyrir ýmislegt annað en söng þegar hún birtist með fyrri plötu sína árið 1995 en hún hafði fram að því verið kunnust fyrir þýðingar sínar. Þuríður fæddist 1945 í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og menntaði sig m.a. í frönsku, íslensku og bókmenntafræði áður en hún hóf…

Þungavigtarbandið (?)

Hljómsveit starfandi á Akureyri, líkast til á áttunda áratug liðinnar aldar, gekk undir nafninu Þungavigtarbandið. Meðlimir Þungavigtarbandsins voru Mikael Jónsson trommuleikari (og hugsanlega söngvari), Árni Ingimundarson, Ingvi Rafn Jóhannsson og Hannes Arason, ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri síðast töldu þremenningarnir léku.

Þusl (1993-96)

Keflvíska hljómsveitin Þusl starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sögu sveitarinnar lauk um leið og skólagöngu meðlima hennar. Sveitin var líklega stofnuð haustið 1993 og það haust sigruðu þeir félagar hljómsveitakeppni sem haldin var í FS. Engar upplýsingar er að finna um meðlimaskipan í upphafi en einhverjar mannabreytingar urðu á Þusli…

Þuríður Sigurðardóttir – Efni á plötum

Lúdó sextett, Stefán Jónsson, Þuríður Sigurðardóttir [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 513 Ár: 1966 1. Er nokkuð eðlilegra 2. Ég bíð einn 3. Laus og liðugur 4. Elskaðu mig Flytjendur: Stefán Jónsson – söngur Þuríður Sigurðardóttir – söngur Karl Möller – píanó Baldur Már Arngrímsson – gítar og raddir Þorleifur Gíslason – tenór saxófónn Hans…

Spilverk þjóðanna – Efni á plötum

Spilverk þjóðanna – Spilverk þjóðanna Útgefandi: Egg / Spor  Útgáfunúmer: Egg 0014 / STCD 014 Ár: 1975 / 1996 1. Muse 2. Plant no trees 3. Lazy Daisy 4. Lagið sem hefði átt að vera leikið 5. Of my life 6. Going home 7. The lemon song 8. Snowman 9. Gata dagsins 10. Icelandic cowboy…

Afmælisbörn 22. ágúst 2017

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn frá Bíldudal, Jón Kr. (Kristján) Ólafsson er sjötíu og sjö ára. Jón vakti fyrst landsathygli með bílddælsku hljómsveitinni Facon en áður hafði hann reyndar sungið með Kvartettnum og Kristjáni, og Hljómsveit Jóns Ástvaldar Hall. Eftir að sögu Facons lauk starfaði Jón um tíma í Reykjavík,…

Afmælisbörn 21. ágúst 2017

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn þennan daginn: Theódór Júlíusson leikari á sextíu og átta ára afmæli í dag. Flestir tengja Theódór við leiklist og t.a.m. muna margir eftir honum í kvikmyndunum Mýrinni og Hrútum en hann hefur einnig sungið inn á margar plötur tengdar tónlist úr leikritum s.s. Evu Lúnu, Söngvaseið, Línu langsokk…

Afmælisbörn 20. ágúst 2017

Tvö afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Einar Júlíusson söngvari er sjötíu og þriggja ára. Einar söng með ýmsum hljómsveitum s.s. Saxon kvintett, H.J. kvartettnum og Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar áður en hann gerðist fyrsti söngvari Hljóma frá Keflavík. Síðar átti hann eftir að syngja með Pónik, t.d. lagið Léttur í lundu, og fleiri sveitum…

Afmælisbörn 19. ágúst 2017

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhann Ólafur Haraldsson tónskáld hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 1966 þá sextíu og fjögurra ára gamall. Jóhann, sem var fæddur 1902, ólst upp og bjó alla sína tíð við Eyjafjörðinn, hann var að mestu sjálfmenntaður í tónlist og varð organisti við a.m.k.…

Afmælisbörn 18. ágúst 2017

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Þórður Árnason gítarleikari oftast kenndur við hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, er sextíu og fimm ára í dag. Nokkur ár eru liðin síðan hann yfirgaf sveitina en hann hefur í gegnum tíðina leikið með fjömörgum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna Frugg, Sókrates, Rifsberju, Brunaliðið, Litla matjurtagarðinn, Stóla og…

STEFnumót við söngvaskáld á Menningarnótt

Söngvaskáld flytja eigin tónlist í bakgarði STEFs á Menningarnótt milli kl. 15 og 17. STEF býður alla velkomna á notalegt STEFnumót við fjögur söngvaskáld í bakgarðinum að Laufásvegi 40. Þeir sem koma fram eru allt landsþekktir höfundar og flytjendur, en það eru þau; Jón Ólafsson, Hildur, Valdimar og Ragga Gísla. Munu þau hvert í sínu…

Afmælisbörn 17. ágúst 2017

Í dag er eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni: Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og tveggja ár í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti…

Afmælisbörn 16. ágúst 2017

Þrjú afmælisbörn eru á skrá í dag: Sigurður (Pétur) Bragason baritónsöngvari er sextíu þriggja ára. Sigurður nam söng og tónfræði frá Tónlistarskólanum í Reykjavík en stundaði síðan framhaldsnám á Ítalíu og Þýskalandi. Hann hefur sungið ýmis óperuhlutverk heima og erlendis, gefið út sjö plötur með söng sínum, auk þess að stýra nokkrum kórum s.s. Kór…

Afmælisbörn 15. ágúst 2017

Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er þrjátíu og þriggja ára gamall í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í  hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má…

Þrumugosar (1986-87)

Hljómsveitin Þrumugosar starfaði a.m.k. einn vetur, 1986-87, í Framhaldsskólanum að Laugum en nafn sveitarinnar var fengið úr bókunum um teiknimyndahetjuna Viggó viðutan. Þrumugosar voru Bjarni Ómar Haraldsson gítarleikari, Pétur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Helgi Guðbergsson bassaleikari, Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari og Ragnar Z Guðjónsson trommuleikari. Þrumugosar kepptu í hljómsveitakeppni sem Ríkisútvarpið á Akureyri stóð fyrir vorið…

Þróun (1971)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Þróun sem var starfandi haustið 1971 og var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Fyrir liggur að Þorsteinn Magnússon gítarleikari (Eik Þeyr o.fl.) var í þessari sveit en engar upplýsingar er að hafa um aðra.

Þukl [2] (1991)

Hljómsveitin Þukl var starfandi sumarið 1991 og var um verslunarmannahelgina það árið skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húnaveri. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar o.s.frv. og hvort hún mætti til leiks í Húnaveri. Þó er ekki útilokað að Þórður Bogason (Þrek o.fl.) hafi verið einn…

Þrælarnir (1981-82)

Hljómsveitin Þrælarnir starfaði í nokkra mánuði á árunum 1981 og 82. Sveitin var stofnuð sumarið 1981 og var meðlimaskipan hennar frá upphafi með þeim hætti að Halldór Bragason var söngvari og gítarleikari (Vinir Dóra o.fl.), Ríkharður Friðriksson gítar-, mandólín og þverflautuleikari (Fræbbblarnir, Snillingarnir o.fl.), Guðmundur Sigmarsson gítarleikari (C.o.t. o.fl.), Ólafur Friðrik Ægisson bassaleikari (Reflex o.fl.)…

Þrymur (1984)

Hljómsveitin Þrymur var eins konar skammlíft hliðarverkefni rekið samhliða hljómsveitinni Þrek en sveitirnar innihéldu sömu meðlimina sem voru Halldór Erlendsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Pétur Einarsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari og Þórður Bogason söngvari. Sveitin átti lag á safnplötunni SATT 1 sem gefin var út 1984.

Þrusk [2] (1995-96)

Hljómsveitin með þessu nafni lék á áramótadansleik á Blönduósi um áramótin 1995-96. Líkur eru á að sveitin hafi verið norðlensk en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana og óskast því sendar Glatkistunni.

Þrusk [1] (1993)

Hljómsveitin Þrusk starfaði sumarið 1993 og lék þá á rokktónlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík. Engar upplýsingar er að hafa um meðlimi þessarar sveitar.

Þrumuvagninn – Efni á plötum

Tívolí / Þrumuvagninn – Rokk og ról; Þrumuvagninn [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1507 Ár: 1981 1. Syngdu með 2. Meira meira 3. Stórborgarablús Flytjendur: Eiður Örn Eiðsson – söngur Brynjólfur Stefánsson – bassi Einar Jónsson – gítar Ólafur Sigurðsson – trommur Þrumuvagninn – Þrumuvagninn Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 061 Ár: 1982 1. Þrumuvagninn 2.…

Þrumuvagninn (1981-82)

Sumir vilja meina að hljómsveitin Þrumuvagninn sé fyrsta þungarokksveit íslenskrar tónlistarsögu og líklega má færa nokkuð góð rök fyrir því. Tilurð Þrumuvagnsins er örlítið flókin en hún er í raun sama sveit og Tívolí sem hafði starfað í að minnsta kosti fimm ár við góðan orðstír og m.a.s. gefið út lag sem naut heilmikilla vinsælda…

Þrumurnar (1987)

Hljómsveitin Þrumurnar var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húsafelli um verslunarmannhelgina 1987. Ekkert hefur spurst til Þrumanna eftir keppnina og væru allar upplýsingar varðandi þessa sveit vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

Þungarokklingarnir (1992)

Heimildir eru af afar skornum skammti þegar kemur að unglingasveitinni Þungarokklingunum en hún starfaði vorið 1992 og lék þá á tónleikahátíð í Reykjavík. Allar tiltækar upplýsingar óskast um þessa sveit.

Afmælisbörn 14. ágúst 2017

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafson er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdótir…