Þuríður formaður og hásetarnir (1995-)

Hljómsveit hefur starfað á Akureyri a.m.k. frá árinu 1995 undir nafninu Þuríður formaður og hásetarnir. Ekki liggur fyrir hverjir hafa skipað þessa sveit önnur en þau Reynir Helgi og Þuríður Jóna Schiöth en sú síðarnefnda ku vera formaðurinn. Líklega er um eins konar harmonikkuband að ræða.

Engar upplýsingar er heldur að finna um hvort sveitin hafi starfað samfleytt en vitað er að hún hefur komið saman og leikið margsinnis á árshátíðum Menntaskólans á Akureyri.