Svínið

Svínið
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Pétursson)

Það var snemma í september
að ég staulaðist heim hálfber
því að mikinn mjöð ég lét í maga mér.

Að lokum kylliflatur ég féll
ofan í forarpoll með skell,
þá kom syfjað svín og lagði sig hjá mér.

Tvær fínar frúr þar gengu hjá
og með furðu mig litu á
og svo skömmuðust svo mikið skinnin – svei.

„Guðrún Þuríður“.
„Já“.
„Sjáðu manninn“.
„Jáhá“.
„En Guðrún Þuríður“.
„Já“.
„Ég fæ nú ekki betur séð, þó ég sé gleraugnalaus, en að maðurinn sé hálf nakinn“.
„Já hann er það“.
„Guðrún Þuríður“.
„Já“.
„Fyrst þér sjáið svona vel og ég gleraugnalaus en er auk þess formaður siðgæðisnefndar kvenfélagsins hér á staðnum, gætuð þér þá sagt mér Guðrún Þuríður, á hvorum endanum maðurinn er nakinn?“
„Já, ég get það. Á þessum ljótari“.
„Guðrún Þuríður,
það má nokkuð þekkja þá sem drekka
á þeim félögum sem þeir þekkja“.

Þá stóð svínið upp og labbaði heim á leið.

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Sittlítið af hvurju]