Svo ung og blíð

Svo ung og blíð
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Sveinsson)

Það er lítið hús út við lygnan straum,
þar sem laglegt fljóð átti ljúfan draum.
Síðar draumsins mynd dulin varð það ei henni meir
hjá Gilly, Gilly Ossenfeffer Katsenellen kofa út við sjó.

Hún var úti þá, hélt um blómin sín,
halur sagði einn „halló ástin mín“.
Áður orð hún fann, ofurheitt hún kyssti hann,
hjá Gilly, Gilly Ossenfeffer Katsenellen kofa út við sjó.

Svo giftust sveinninn góði og þessi fagra hrund
og gáskafull þau eyddu sinni fyrstu unaðsstund,

í litlu húsi, út við lygnan straum,
þar sem laglegt fljóð átti ljúfan draum.
Jafnvel enn í dag hamingjan þar hefur fund,
hjá Gilly, Gilly Ossenfeffer Katsenellen kofa út við sjó.
 
 [m.a. á plötunni Aftur til fortíðar 50-60 II – ýmsir]