Svona er ástin

Svona er ástin
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Jónas Friðrik Guðnason)

Svona er ástin,
yndisleg og góð.
Eins og titri ómur
eftir fagurt ljóð.
Svona er ástin.
Óravegu fer
í leit sem aldrei endar
eftir sjálfri sér.

Það er ljúft að lifa í draumi.
Láta sorglegt spil
lífsins líða hjá
í leik, sem ekki er til.
Það er ljúft að eignast ævintýr
í ástar helgidóm.
Þó aðrir yrki daprir
óð um dáin blóm.

Svona er ástin,
undarlega sár.
Eins og lokist auga
eftir frosin tár.

Það er sárt að vera svikinn,
sitja einn og þrá.
Það sem aldrei, aldrei
öðlast framar má.
Það er engin vissa að ævintýr
endi á sömu leið.
Sumir eignast sælu,
sumir tóma neyð.

Svona er ástin,
ýmist heit eða köld.
Eins og kyssi eldur
ís um vetrarkvöld

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Landið fýkur burt]