Smók, smók, smók

Smók, smók, smók
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Ég er geysilega góðlyndur,
gæðamaður, næsta fágaður,
svona fýr sem vill ei meiða nokkurn mann.
En ef sæi hér í samtíma,
svínið það sem fann upp rettuna,
held ég svei mér að ég bara berði hann.
Víst ég totta sjálfur tóbakið
og ég tel ei vit í nýjum sið
sem er haftastefna hreint ei vitund klók.
En ég þoli bara ekki þá
þræla sem að verða’að rjúka frá
hvar á stög sem stendur til að fá sér smók.

viðlag
Smók, smók, smók þú færð þér smók
þó lækki stöðugt innistæðan í lífsins sparibók.
Og í biðröð upp við himins hlið þú hrópar Pési, bíddu við
meðan skrepp ég bak við ský og fæ mér smók.

Ég var heillengi að húkka á
hana sem ég vildi ólmur fá,
af góðu kyni gæðakvenna val.
Taldi víst að mér við hennar hlið
myndi heldur en ei blasa við
fremur lipurt skokk um lífsins táradal.
Loks er sýndist hún mér sammála
saman leiddumst ástrbrautina
uns við af hjali ljúfur leikur tók.
Er ég kominn var á fulla ferð
vék hún frá mér, sagði; Æ, ég verð
að hætta þessu fitli og fá mér smók.

viðlag

En með þolinmæði þrautum má
þoka burt og jafnvel sigri ná,
ég konu þessa krækti reyndar í.
Inni í kirkju stóðum hlið við hlið,
þar í hjónabandið gengum við
að ég held en er þó ekki viss á því
sérann tæpur var á taugunum.
Talsverð riða var á höndunum,
það virtist ljóst að verkið á hann tók
þegar eiginlega allt var frá
nema aðeins að ég segði; Já,
sagði klerkur „Djísús, komum fram í smók”.

viðlag

Já lífið er eintómt lukkuspil
og lítið það gerir einum til
sem annan rekur út í skammakrók.
En sumt er hollt og sumt er gott
og synd að kasta því á brott
og fórna öllu fyrir gráan smók.

viðlag

[á plötunni Björgvin Halldórsson – Eftirlýstur]