Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Café Rósenberg

Blúsfélag Reykjavíkur heldur svokallað Samfélagslega ábyrgt Blúskvöld á Café Rósenberg Klapparstíg 27, mánudagskvöldið 6. febrúar nk. klukkan 21. Það verða Blúsboltarnir sem stíga á svið en það eru þeir Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Eðvarð Lárusson gítarleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Sigurþór Þorgilsson bassaleikari. Allur ágóði af Blúskvöldinu rennur í sjúkrasjóð Tomma…

Afmælisbörn 3. febrúar 2017

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Sigríður (Guðmundsdóttir) Schiöth söngkona og organisti (1914-2008) hefði átt afmæli á þessum degi. Hún var mikill drifkraftur í söngmálum Eyfirðinga og reyndar Húsvíkinga einnig, hún stýrði fjölmörgum kórum og var organisti víða um norðlenskar sveitir, söng sjálf með kórum og hélt jafnvel einsöngstónleika, samdi bæði sönglög og ljóð,…