Samúel [1] [fjölmiðill] – Efni á plötum

Dansplata – ýmsir [ep] Útgefandi: Sam-útgáfan Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1977 1. Dúmbó og Steini – Karlmannsgrey í konuleit 2. Lummurnar – Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig 3. Fjörefni – Þú Flytjendur: Dúmbó og Steini (sjá Dúmbó sextett) Fjörefni: [sjá viðkomandi útgáfu/r] Lummurnar (sjá Lummur)

Samúel [1] [fjölmiðill] (1969-70 / 1973-94)

Tímaritið Samúel naut mikilla vinsælda á sínum tíma en það hafði að geyma efni af margvíslegum toga, tónlistarumfjöllun skipaði stóran sess á síðum blaðsins og íslenskri tónlist var gert hátt undir höfði. Það var Þórarinn Jón Magnússon sem ritstýrði blaðinu lengst af en hann hafði ritstýrt tímaritinu Toppkorn sem kom út í fáein skipti árið…

Samstilling [félagsskapur] (1982-97)

Söng- og skemmtifélagið Samstilling var félagsskapur sem starfaði um fimmtán ára skeið seint á síðustu öld. Það mun hafa verið söngvaskáldið Bergþóra Árnadóttir sem hafði veg og vanda af stofnun félagsins haustið 1982 og starfaði það líklega fram á vorið 1997, þó ekki alveg sleitulaust. Um var að ræða (misstóran) hóp fólks sem kom saman…

Sandrok (um 1975)

Hljómsveitin Sandrok starfaði einhvers staðar á landsbyggðinni um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Upplýsingar um þessa sveit óskast.

Sandra Dee (1997)

Engar upplýsingar er að finna um flytjanda sem átti tvö lög á safnplötunni Lagasafnið 6 (1997) undir nafninu Sandra Dee. Allar tiltækar upplýsingar væru vel þegnar.

Sandra (1975)

Hljómsveitin Sandra starfaði líklega á höfuðborgarsvæðinu árið 1975. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hverjir skipuðu þessa sveit en nöfn þeirra Skúla [?], Júlíusar [?] og Kidda hafa verið nefnd í því samhengi. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit væru vel þegnar.  

Sandkaka (?)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi á einhverjum tíma en litlar heimildir eru um hana að hafa. Þó gæti Úlfur Eldjárn hafa verið einn meðlima hennar. Allar upplýsingar varðandi Sandköku væru vel þegnar.

Samvinnukórinn (1980-85?)

Allar tiltækar upplýsingar varðandi Samvinnukórinn sem að öllum líkindum var starfræktur á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, óskast sendar Glatkistunni.

Samúel & Jónína [fjölmiðill] (1971-72)

Samúel & Jónína varð til upp úr samruna tímritanna Samúels annars vegar og Jónínu hins vegar og starfaði í um tvö ár. Ástþór Magnússon hafði stýrt táningablaðinu Jónínu og hugði á nám erlendis og bauð samkeppnisaðilanum Samúel nafnið, Þórarinn Jón Magnússon stýrði hinu nýja sameinaða blaði sem kom út í nokkur skipti frá því í…

Samúel [2] (1974-75)

Hljómsveitin Samúel mun hafa verið starfandi á Fáskrúðsfirði a.m.k. árin 1974 og 75. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðal meðlima hennar voru Ólafur Ólafsson bassaleikari, Björn Jóhannsson gítarleikari, Helgi Ingason [?] og Agnar Sveinsson trymbill. Ekki liggur fyrir hvort fleiri skipuðu Samúel eða hversu langur líftími sveitarinnar var.

Sangria (1997-98)

Hljómsveitin Sangria (einnig kölluð Sandgryfja um tíma) lék á ballstöðum höfuðborgarinnar og eflaust víðar á árunum 1997-98. Meðlimir Sangriu voru allmargir þann tíma sem sveitin starfandi en þeirra á meðal voru Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Jens Hansson saxófónleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, James Olsen söngvari og trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Rúnar Georgsson saxófónleikari og sjálfsagt fleiri.

Afmælisbörn 11. febrúar 2017

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengdar tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er fimmtíu og átta ára. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs, Ingva Þór…