Samúel & Jónína [fjölmiðill] (1971-72)

samuel-jonina

Forsíða fyrsta tölublaðs Samúels & Jónínu

Samúel & Jónína varð til upp úr samruna tímritanna Samúels annars vegar og Jónínu hins vegar og starfaði í um tvö ár.

Ástþór Magnússon hafði stýrt táningablaðinu Jónínu og hugði á nám erlendis og bauð samkeppnisaðilanum Samúel nafnið, Þórarinn Jón Magnússon stýrði hinu nýja sameinaða blaði sem kom út í nokkur skipti frá því í febrúar 1971 til ársloka 1972 en þá var hinu gamla Samúel aftur hleypt af stokkunum í endurbættri útgáfu.

Fyrsta tölublað hins sameinaða blaðs hlaut mikla athygli þegar lögregluyfirvöld í Hafnarfirði innkallaði upplagið þar í bæ vegna meints kláms í blaðinu sem hafði að geyma mynd eftir listamanninn Alfreð Flóka, ljóst er að það varð einungis til að auka sölu á blaðinu sem seldist að sjálfsögðu upp með það sama annars staðar á landinu.

Samúel & Jónína var tímarit fyrir ungt fólk, innihélt heilmikla tónlistarumfjöllun og kom venjulega út í um þrjú þúsund eintökum.