Samúel [1] [fjölmiðill] (1969-70 / 1973-94)

Tímaritið Samúel naut mikilla vinsælda á sínum tíma en það hafði að geyma efni af margvíslegum toga, tónlistarumfjöllun skipaði stóran sess á síðum blaðsins og íslenskri tónlist var gert hátt undir höfði. Það var Þórarinn Jón Magnússon sem ritstýrði blaðinu lengst af en hann hafði ritstýrt tímaritinu Toppkorn sem kom út í fáein skipti árið…

Samúel [2] (1974-75)

Hljómsveitin Samúel mun hafa verið starfandi á Fáskrúðsfirði a.m.k. árin 1974 og 75. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðal meðlima hennar voru Ólafur Ólafsson bassaleikari, Björn Jóhannsson gítarleikari, Helgi Ingason [?] og Agnar Sveinsson trymbill. Ekki liggur fyrir hvort fleiri skipuðu Samúel eða hversu langur líftími sveitarinnar var.

Samúel & Jónína [fjölmiðill] (1971-72)

Samúel & Jónína varð til upp úr samruna tímritanna Samúels annars vegar og Jónínu hins vegar og starfaði í um tvö ár. Ástþór Magnússon hafði stýrt táningablaðinu Jónínu og hugði á nám erlendis og bauð samkeppnisaðilanum Samúel nafnið, Þórarinn Jón Magnússon stýrði hinu nýja sameinaða blaði sem kom út í nokkur skipti frá því í…