Samkórar og fleiri viðbætur í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar og frá áramótum hafa um fimmtíu flytjendur bæst í hann, mestmegnis í formi hljómsveita og nú síðast samkóra. Meðal þess nýs efnis sem komið er inn má nefna hljómsveitir eins og S.h. draumur, Safír, Salernir og Salka, einstaklinga eins og Salómon Heiðar, auk fjölda samkóra – líklega um tuttugu talsins.…

Samkór Rangæinga [1] (1974-81)

Samkór Rangæinga hinn fyrri var öflugur blandaður kór sem starfaði í Rangárþingi undir stjórn hjónanna Friðriks Guðna Þórleifssonar og Sigríðar Sigurðardóttur, sem áttu stóran þátt í að lyfta grettistaki í tónlistarlífi sýslunnar á þeim tíma. Kórinn var stofnaður um áramótin 1973-74 af þeim hjónum sem stýrðu honum í sameiningu fyrst um sinn en síðar var…

Samkór Oddakirkju (1995-96)

Samkór Oddakirkju var skammlífur blandaður kór en hann var forveri Samkórs Rangæinga hins síðari, og reyndar sami kórinn. Kórinn var stofnaður út frá Kirkjukór Oddakirkju haustið 1995 en söngfólki víða að úr Rangárvallasýslu var bætt inn í hann. Það var Guðjón Halldór Óskarsson sem hafði frumkvæði að stofnun kórsins en hann var jafnframt stjórnandi hans.…

Samkórinn Þristur (1977-87)

Samkórinn Þristur starfaði í þremur hreppum í Eyjafirðinum á síðustu öld en kórinn söng einkum á tónleikum á heimaslóðum. Kórinn var stofnaður 1977 og tók til starfa þá um haustið, svo virðist sem hann hafi einungis verið starfandi yfir vetrartímann og á vorin hélt hann árlega tónleika í félagsheimilinu Freyvangi en það var eins konar…

Samkór Þórshafnar – Efni á plötum

Samkór Þórshafnar – Útgefandi: [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Samkór Þórshafnar (1995-98)

Samkór Þórshafnar var blandaður kór sem starfaði í nokkur ár á Þórshöfn á Langanesi. Ekki liggur alveg fyrir hversu lengi kórinn var starfræktur en líklega var það á árunum 1995-98. Svo virðist sem Sigrún Jónsdóttir hafi stýrt kórnum upphaflega en Alexandra Szarnowska og Edyta K. Lachor tekið við af henni í sameiningu. Samkór Þórshafnar var…

Samkór Vestur-Ísafjarðarsýslu (1992)

Blandaður kór var starfandi á Flateyri árið 1992 undir stjórn Ágústu Ágústdóttur prestfrúar í Holti í Önundarfirði. Þetta var kór sem innihélt um fjóra tugi söngfólks, og bar heitið Samkór Vestur-Ísafjarðarsýslu. Svo virðist sem kórinn hafi ekki starfað nema í fáeina mánuði.

Samkór Vestur-Barðastrandarsýslu (1974)

Samkór Vestur-Barðastrandarsýslu var skammlífur blandaður kór sem settur var saman fyrir hátíð sem Vestfirðingar eins og aðrir Íslendingar héldu í tilefni af 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Jón Ólafur Sigurðsson stjórnaði Samkór Vestur-Barðastrandarsýslu.

Samkór Reykjavíkur [1] (1943-55)

Samkór Reykjavíkur starfaði í um áratug um miðja síðustu öld, erfitt reyndist þó að manna söngstjórastöðu fyrir þennan fjölmennasta kór landsins og svo fór að lokum að starfsemi hans lagðist niður. Það var Jóhann Tryggvason sem hafði veg og vanda að stofnun kórsins en byrjað var að auglýsa eftir söngfólki um haustið 1942, hann var…

Samkór Reykhólahrepps – Efni á plötum

Samkór Reykhólahrepps – Samkór Reykhólahrepps [snælda] Útgefandi: Ragnar Jónsson Útgáfunúmer: RJ 003 Ár: 1993 1. Bjarkarlundur 2. Áfangar Flytjendur: Samkór Reykhólahrepps – söngur undir stjórn Ragnars Jónssonar Ragnar Jónsson – píanó

Samkór Reykhólahrepps (1992-95)

Fremur takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Reykhólahrepps en hann starfaði á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar og jafnvel fram á þá tuttugustu og fyrstu. Svo virðist sem kórinn hafi starfað á árunum 1992 til 98, Ragnar Jónsson skólastjóri tónlistarskólans á Reykholti var fyrsti stjórnandi hans en Ólöf Sigríður Þórðardóttir virðist hafa tekið við af…

Samspil Óla Jóns (2000)

Sampil Óla Jóns var djasskvintett settur saman fyrir eina uppákomu í Múlanum sumarið 2000. Meðlimir sveitarinnar, þeir Þorgrímur Jónsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Ragnar Emilsson gítarleikari, Helgi Svavar Helgason trommuleikari og Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari, höfðu allir verið við nám í djassdeild FÍH veturinn á undan undir handleiðslu Ólafs Jónssonar (bróður Þorgríms) og þaðan er…

Afmælisbörn 5. febrúar 2017

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Dalamaðurinn Friðjón Þórðarson fyrrum alþingismaður og ráðherra (fæddur 1923) hefði átt afmæli á þessum degi en hann var einn söngkvartettsins Leikbræðra sem gerðu garðinn frægan hér á árum áður. Leikbræður gáfu út nokkrar plötur, þar af eina stóra með eldri upptökum en hún kom út 1977. Friðjón lést…