Samspil Óla Jóns (2000)

engin mynd tiltækSampil Óla Jóns var djasskvintett settur saman fyrir eina uppákomu í Múlanum sumarið 2000.

Meðlimir sveitarinnar, þeir Þorgrímur Jónsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Ragnar Emilsson gítarleikari, Helgi Svavar Helgason trommuleikari og Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari, höfðu allir verið við nám í djassdeild FÍH veturinn á undan undir handleiðslu Ólafs Jónssonar (bróður Þorgríms) og þaðan er skírskotunin í nafni kvintettsins komin.