Satan (1972)

Litlar heimildir er að finna um hljómsveitina Satan sem var starfrækt sumarið 1972. Svo virðist sem sveitin hafi verið skammlíf.

SAS tríóið – Efni á plötum

SAS tríóið – Jói Jóns [ep] Útgefandi: Stjörnuhljómplötur Útgáfunúmer: STLP 2 Ár: 1959 1. Jói Jóns 2. Allt í lagi Flytjendur: Ásbjörn Egilsson – söngur Stefán Jónsson – söngur Jón E. Jónsson – söngur Rock-hljómsveit Árna Ísleifs; – Árni Ísleifs – píanó – Þorsteinn Eiríksson – trommur – Pétur Urbancic – bassi – Karl Lilliendahl…

SAS tríóið (1957-59)

SAS tríóið var söngtríó sem starfaði í árdaga rokksins á Íslandi og sendi frá sér tvö lög en annað þeirra heyrist ennþá af og til í dag á öldum ljósvakans. Tilurð tríósins má rekja til þess að þrír skólafélagar í Reykjavík á unglingsaldri, Stefán Jónsson, Ásbjörn Egilsson og Sigurður Elíasson, komu fram á skólaskemmtun árið…

Sarðnaggar (1979-80)

Hljómsveitin Sarðnaggar mun hafa verið starfandi í pönkbylgjunni sem gekk yfir hérlendis um og upp úr 1980. Meðlimir sveitarinnar stunduðu nám við Menntaskólann við Sund en þeir voru Fritz Már Jörgensen gítarleikari, Ólafur Daðason söngvari, Pétur Eggertsson gítarleikari, Sigurður Sveinn Jónsson trommuleikari, Jóhann Kristinsson hljómborðsleikari og Einar Bergmundur sem lék á allt mögulegt. Geir Magnússon…

Sarcastic existence (1993)

Hljómsveitin Sarcastic existence var starfandi sumarið 1993 að öllum líkindum í Reykjavík en sveitin lék á rokktónleikum þá um sumarið. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi þessarar sveitar en hún mun hafa verið skipuð fremur ungum meðlimum.

Santos (1986-87)

Hljómsveitin Santos var veturinn 1986-87 húshljómsveit í Þórscafé. Sveitin var stofnuð um vorið 1986, hlaut nafn um sumarið og starfaði fram í júní 1987. Meðlimir Santos voru Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari [?], Gunnar Guðjónsson bassaleikari [?], Sigurður Jónsson saxófónleikari [?] og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari. Þeir Halldór og Sveinn mynduðu síðar dúettinn Svenson og…

Savanna tríó (1961-67 / 1990)

Savanna tríóið var í fararbroddi íslenskra þjóðlagatríóa sem nutu vinsælda á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Tríóið sótti fyrirmynd sína til hins bandaríska Kingston tríós en fór brátt eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni. Savanna tríóið fékk nafn sitt í upphafi árs 1962 en hafði þá í raun verið starfandi í nokkra mánuði, upphaflega…

Savage (1985)

Hljómsveitin Savage var skammlíf unglingasveit sem starfaði í Borgarnesi haustið 1985. Meðlimir Savage voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Einar Þór Jóhannesson bassaleikari, Sveinbjörn Indriðason hljómborðsleikari og Ólafur Páll Pálsson gítarleikari. Sveitin var líklega söngvaralaus. Ekki er að finna neinar frekari upplýsingar um hina borgfirsku Savage.

17. júní (1911-20)

Söngfélagið 17. júní var karlakór sem starfaði í nokkur ár við upphaf síðustu aldar undir stjórn Sigfúss Einarssonar tónskálds. 17. júní var stofnaður haustið 1911 og sótti nafn sitt til aldarafmælis Jón Sigurðssonar en hann fæddist 17. júní 1811 og var víða minnst á þeim tímamótum. Sigfús Einarsson stjórnaði kórnum frá upphafi sem taldi átján…

SATT [félagsskapur] – Efni á plötum

SATT 1 – ýmsir Útgefandi: SATT Útgáfunúmer: SATT 001 Ár: 1984 1. Halldór Fannar – Blómin mín 2. Ingvi Þór Kormáksson – Steinsteypurómantík 3. Bergþóra Árnadóttir – Hvar er friður? 4. Hallgrímur Bergsson – Vinarkveðja 5. Foss – Rósir og lof 6. Jón G. Ragnarsson – Ég vil ekki vera… 7. Sverrir Stormsker – Ég…

SATT [félagsskapur] (1979-90)

Félagssamtökin SATT voru starfrækt meðal tónlistarmanna um árabil og áorkuðu heilmiklu fyrir félags- og réttindamál þeirra. Félagið var stofnað haustið 1979 undir nafninu Samtök alþýðutónskálda og tónlistarmanna, skammstafað SATT, síðar var nafni þess breytt í Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna. Stofnfélagar voru nokkrir félagsmenn innan FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna) sem fannst vanta talsmann innan tónlistarhreyfingarinnar og…

Satisfaction (1969)

Hljómsveitin Satisfaction úr Reykjavík var ein þeirra sveita sem keppti í hljómsveitakeppninni um verslunarmannahelgina í Húsafelli 1969. Engar upplýsingar er að finna um skipan þessarar sveitar en svo virðist sem hún hafi verið skammlíf.  

Savanna tríóið – Efni á plötum

Savanna tríóið – Savanna tríóið [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 107 Ár: 1963 1. Á Sprengisandi 2. Kvölda tekur, sest er sól 3. Suðurnesjamenn 4. Gilsbakkaþula Flytjendur: Þórir Baldursson – söngur, celeste og gítar Troels Bendtsen – söngur og gítar Björn Björnsson – söngur og gítar Gunnar Sigurðsson – kontrabassi Savanna tríóið –…

Afmælisbörn 18. febrúar 2017

Glatkistan hefur að þessu sinni tvö afmælisbörn á skrá: Halldór Haraldsson píanóleikari er áttræður í dag og á því stórafmæli. Hann nam hér heima og í London, hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennt á píanó í og gegnt stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, gegnt ábyrgðarstörfum fyrir FÍT og önnur félagssamtök hér heima og erlendis svo…