Savage (1985)

savage

Savage

Hljómsveitin Savage var skammlíf unglingasveit sem starfaði í Borgarnesi haustið 1985. Meðlimir Savage voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Einar Þór Jóhannesson bassaleikari, Sveinbjörn Indriðason hljómborðsleikari og Ólafur Páll Pálsson gítarleikari. Sveitin var líklega söngvaralaus.

Ekki er að finna neinar frekari upplýsingar um hina borgfirsku Savage.