Samkór Rangæinga [1] (1974-81)

samkor-rangaeinga-1

Samkór Rangæinga

Samkór Rangæinga hinn fyrri var öflugur blandaður kór sem starfaði í Rangárþingi undir stjórn hjónanna Friðriks Guðna Þórleifssonar og Sigríðar Sigurðardóttur, sem áttu stóran þátt í að lyfta grettistaki í tónlistarlífi sýslunnar á þeim tíma.

Kórinn var stofnaður um áramótin 1973-74 af þeim hjónum sem stýrðu honum í sameiningu fyrst um sinn en síðar var Friðrik Guðni einn við stjórnvölinn.

Samkór Rangæinga var framan af skipaður þrjátíu til fjörutíu manns en þeim fækkaði þó eitthvað er á leið. Kórinn var duglegur við tónleikahald og söng bæði í heimabyggð og einnig oft á höfuðborgarsvæðinu við ágætar undirtektir víðast hvar. Hann starfaði allt til vorsins 1981 en þá var hann lagður niður.