Samkórar og fleiri viðbætur í gagnagrunn Glatkistunnar

s-h-draumur-1986

S.h. draumur

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar og frá áramótum hafa um fimmtíu flytjendur bæst í hann, mestmegnis í formi hljómsveita og nú síðast samkóra.

Meðal þess nýs efnis sem komið er inn má nefna hljómsveitir eins og S.h. draumur, Safír, Salernir og Salka, einstaklinga eins og Salómon Heiðar, auk fjölda samkóra – líklega um tuttugu talsins. Bókstafurinn S verður fyrirferðamikill í gagnagrunninum næstu vikurnar enda sá bókstafur sem inniheldur langmest af efni. Þegar þetta er ritað hefur S-ið ríflega hundrað og fimmtíu flytjendur tónlistar í formi hljómsveita, kóra o.fl.

Enn er minnt á að leiðréttingar, viðbætur, myndefni og hvers kyns ábendingar óskast sendar Glatkistunni á póstfangið glatkistan@glatkistan.com, og tilkynningar um tónlistarviðburði má senda á vidburdir@glatkistan.com.