Um 500 textar bætast við Glatkistuna

Á miðvikudögum er venjan að nýtt efni bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en að þessu sinni er brugðið út af vananum í tilefni af Degi íslenskrar tungu og bætt í textaflóruna í staðinn, yfir fimm hundruð textar af ýmsu tagi hafa þannig bæst við textabanka síðunnar í viðbót við þá tvö þúsund og eitt hundrað sem…

300 textar bætast í Glatkistuna

Venju samkvæmt á miðvikudögum bætist við efni á Glatkistuna en að þessu sinni er ekki um að ræða viðbót við gagnagrunn síðunnar heldur textaflóruna, ríflega 300 söng- og dægurlagatextar frá ýmsum áttum og tímum bætast nú í þann flokk. Þess má geta að á næstu dögum mun tíu þúsundasta Glatkistufærslan líta dagsins ljós en vefsíðan…

Glatkistan hlýtur styrk frá Reykjavíkurborg

Í dag var opinberað hverjir hefðu hlotið styrki menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur fyrir árið 2021 og var Glatkistan meðal þeirra verkefna en vefsíðan hlaut 300.000 króna styrk. Alls voru veittir 94 styrkir fyrir 67 milljónir króna en umsóknir voru alls 201 þar sem sótt var um samtals 295 milljónir. Það var faghópur skipaður fulltrúum…

Jólakrossgáta Glatkistunnar komin í loftið

Ný krossgáta – Jólakrossgáta Glatkistunnar hefur nú litið dagsins ljós en hana er að finna undir „Annað“ eins og aðrar krossgátur síðunnar. Krossgátur eru tilvalið afþreyingarefni fyrir fólk á öllum aldri og flestir ættu að geta spreytt sig á þessari jólakrossgátu, þá er í leiðinni einnig minnt á getraunir Glatkistunnar undir „Annað“ þar sem jafnframt…

Yfir 300 textar bætast við Glatkistuna

Um 330 textar bætast nú við textaflóru Glatkistunnar þetta miðvikudagseftirmiðdegi og kennir þar ýmissa grasa – til að mynda er fjöldi nýútkominna texta meðal þeirra. Þetta eru textar með listamönnum eins og Bríeti, Myrkva, Emmsjé Gauta, Afkvæmum guðanna, Björgvini Halldórssyni, Elínu Halldórsdóttur, Baggalúti, Róberti Erni Hjálmtýssyni (hljómsveitinni Ég) o.fl. en hér má einnig finna mikinn…

Vilhjálmur Vilhjálmsson, Vinir Dóra og fleiri bætast í hópinn

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar sem aldrei fyrr og inniheldur nú upplýsingar um 2900 hljómsveitir, tónlistarkonur/menn, kóra, útgefendur, tónlistartengda viðburði og staði, lúðrasveitir o.s.frv. Lesendur eru duglegir að miðla upplýsingum, viðbótum, leiðréttingum og myndefni til síðunnar og er þeim færðar kærar þakkir fyrir það. Undanfarna mánuði hefur verið unnið við og bætt við bókstafina „V“ og „B“…

Fjöldi jólatexta bætist í safn Glatkistunnar

Aragrúa jólalagatexta og -sálma var bætt inn í textaflóru Glatkistunnar rétt í þessu, þá eru vel á annað hundrað slíkra texta á Glatkistuvefnum en ef allir textar eru meðtaldir eru þeir ríflega sjö hundruð talsins. Textasafnið er og verður ekki neitt sérstakt áhersluatriði á Glatkistunni en þó munu af og til bætast við textar eftir…

Ómar Ragnarsson og fleiri komnir í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en í hverjum mánuði bætast við upplýsingar um 30-50 hljómsveitir, kóra, tónlistarfólk og annað sem tengist íslenskri tónlistarsögu. Meðal þekkts tónlistarfólks sem bæst hefur í gagnagrunninn undanfarnar vikur má nefna kamelljónið Ómar Ragnarsson, Ólaf Gauk Þórhallsson, Þuríði Pálsdóttur, Þuríði Sigurðardóttur og Óðin Valdimarsson (sem er auðvitað þekktastur fyrir lagið Er…

Um 600 textar bætast við Glatkistuna

Heilmikið efni bættist í Glatkistuna nú í vikunni þegar um sex hundruð íslenskir lagatextar voru settir inn á vefsíðuna. Um er að ræða texta og ljóð úr ýmsum áttum og ýmsum tímum, allt frá barnagælum til jólasálma og auðvitað allt þar á milli en mestmegnis eru þetta dægurlagatextar. Hér er um að ræða hreina viðbót við…

Samkórar og fleiri viðbætur í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar og frá áramótum hafa um fimmtíu flytjendur bæst í hann, mestmegnis í formi hljómsveita og nú síðast samkóra. Meðal þess nýs efnis sem komið er inn má nefna hljómsveitir eins og S.h. draumur, Safír, Salernir og Salka, einstaklinga eins og Salómon Heiðar, auk fjölda samkóra – líklega um tuttugu talsins.…

Glatkistan tveggja ára

Glatkistan fagnar um þetta leyti tveggja ára afmæli en vefurinn fór í loftið í byrjun nóvember 2014. Gagnagrunnur vefsíðunnar hefur fengið mikla athygli en flestar veffærslur síðunnar eru tengdar honum á einn eða annan hátt, færslur Glatkistunnar munu ná þremur þúsundum fyrir árslok. Tónlistarfólk hefur verið afar duglegt við að senda athugasemdir, viðbætur, leiðréttingar, myndefni…

Fréttir af Glatkistunni

Keyrsla nýs efnis í gagnagrunn Glatkistunnar er nú aftur komin í fullan gang eftir rólegheit í sumar, og það sem af er september mánaðar hafa þrjátíu og fjórir flytjendur (hljómsveitir, kórar o.s.frv.) bæst inn í stafina P og N. Þeirra á meðal má nefna þekktari nöfn eins og Purrk pillnikk, Nabblastrengi, P.S. músík [útgáfufyrirtæki] og…

Pétur Kristjánsson og fleiri komnir í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en um þrjátíu og fimm flytjendur tónlistar bættust í hann í maímánuði. Sem fyrr er þar bæði um að ræða einstaklinga og hljómsveitir auk kóra og annarra flytjenda en meðal þekktra nafna má nefna Pétur Kristjánsson söngvara, Pál Ísólfsson tónskáld, Pál Kr. Pálsson orgelleikara, Pétur Á. Jónsson óperusöngvara og Pál…

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar

Enn stækkar gagnagrunnur Glatkistunnar, í aprílmánuði bættust við á fjórða tug hljómsveita og annarra tónlistarflytjenda í grunninn og telur hann nú rétt tæplega fimmtán hundruð flytjendur. Meðal þeirra sem bættust við í apríl má nefna stórhljómsveitir eins og Paradís en einnig minni spámenn eins og Pal brothers, Pandóra og svo nokkrar sveitir sem bera nafnið…

Júdas og fleiri sveitir í gagnagrunn Glatkistunnar

Á fjórða tug hljómsveita og annarra tónlistartengdra flytjenda bættist í gagnagrunn Glatkistunnar í mars mánuði og nálgast nú fjöldi þeirra fimmtán hundruð. Enn er bætt við bókstafinn J í gagnagrunninn og þeirra á meðal má nefna stærri nöfn eins og Jón Pál Bjarnason gítarleikara og Júlíus Agnarsson, hljómsveitirnar Júdas og Jójó frá Skagaströnd en sú…

Glatkistan í febrúar

Nokkuð hefur bæst inn af efni í gagnagrunn Glatkistunnar í febrúar auk annars efnis en um þrjátíu hljómsveitir, tónlistarmenn og annað tónlistartengt efni kom inn í J-ið í mánuðinum. Meðal annarra má þar nefna misþekktar hljómsveitir eins og Johnny on the north pole, Jolli & Kóla, Jetz, Jelly systur og Jonee Jonee en einnig einstaklinga…

Meira efni í gagnagrunn Glatkistunnar

Síðasta mánuðinn hafa bæst við gagnagrunninn hátt í fimmtíu „spjöld“ sem innihalda upplýsingar um hljómsveitir, kóra, einstaklinga og annað tónlistartengt. Meðal þekktustu nafna má nefna hljómsveitir eins og Kikk sem var fyrsta hljómsveitin sem Sigríður Beinteinsdóttir (Sigga Beinteins) og Guðmundur Jónsson (Gummi í Sálinni) létu að sér kveða svo eftir var tekið, Káta pilta úr…

Fleiri karlakórar í gagnagrunninn

Nú er kominn inn síðasti skammturinn af karlakórum í bili og þá eru upplýsingar um hátt í hundrað kóra komnar inn í gagnagrunn Glatkistunnar, mestmegnis karlakórar þó. Karlakórinn Vísir er meðal þeirra kóra sem bættust nú í hópinn en einnig má nefna karlakórana Söngbræður, Þresti, Þrym og Víkinga svo fáein dæmi séu tilgreind hér. Áfram verður…

Fleiri karlakórar bætast í hópinn

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar og eins og í síðustu viku eru það karlakórarnir sem eru í aðalhlutverki. Nítján karlakórar, flestir frá fyrri hluta 20. aldarinnar eru í þessum pakka og eru víðs vegar af landinu. Áfram verður unnið í K-inu þannig að fókusinn verður á karlakóra frá ýmsum tímum á næstunni. Viðbætur, leiðréttingar og aðrar…

Nýtt efni

Nokkrir karlakórar voru nú að bætast í K-ið í gagnagrunni Glatkistunnar. Áfram verður unnið á þeim slóðum í grunninum og verða því kórar óhjákvæmilega áberandi í nýju efni á næstunni. Allar ábendingar, leiðréttingar og viðbætur eru sem fyrr vel þegnar í vefpósti (glatkistan@glatkistan.com), hvort sem um er að ræða efni sem þegar hefur verið birt,…

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar enn

Nokkrir tugir „spjalda“ bættust í gagnagrunn Glatkistunnar í dag og nú eru þau orðin 1286 talsins en vefsíðan telur yfir tvö þúsund færslur, nú þegar rétt um ár er liðið síðan hún fór í loftið. Meðal hljómsveita og flytjenda sem bættust í hópinn í dag eru Karl Jónatansson, Karl J. Sighvatsson, Kammerkórinn, Kamarorghestar og Kaktus,…

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar

Verulega bættist í gagnagrunn Glatkistunnar í gærkvöldi þegar upplýsingar um á annað hundrað hljómsveita og tónlistarmanna bættist í hann. Langmesta efnið var í bókstafnum D en einnig bættist lítillega inn í Ð. Sem dæmi um kunnugleg nöfn sem nú hafa bæst í flóruna má nefna Dáta, Drýsil, Das Kapital, Dúmbó og Steina og Daisy hill…

Gagnagrunnurinn stækkar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar. Síðustu vikurnar hefur áherslan verið lögð á bókstafinn „R“ en hann hefur að geyma fjölmörg þekkt nöfn og önnur minna þekkt. Þarna má nefna hljómsveitir og flytjendur eins og Reyni Jónasson, Rikshaw, Rifsberju og Risaeðluna svo einhver nöfn séu upp talin. Margar ábendingar og viðbætur hafa komið frá lesendum vefsíðunnar…

Viðbætur í gagnagrunn Glatkistunnar

Nokkru af nýju efni hefur nú verið bætt inn í gagnagrunn Glatkistunnar í kvöld. Það er einkum að finna í Ö, R og Y en einnig hefur bókstafurinn Ý loksins fengið efni sem vert er að skoða. Alls er um að ræða um það bil fimmtíu nýja flytjendur (og annað) sem birtist að þessu sinni. Meðal þekktra…

Glatkistan.is – nýr vefur um íslenska tónlist

Glatkistan.is er nýr íslenskur tónlistarvefur. Vefurinn mun hafa að geyma ýmsar fréttir tengdar íslensku tónlistarlífi, greinar um íslenska tónlist, plötuumfjallanir, textasafn, tenglasafn og margt fleira sem þykir sjálfsagt á slíkum tónlistarmiðli en er á engan hátt hugsaður sem einhvers konar samkeppni til höfuðs þeim síðum sem bjóða upp á tónlist til hlustunar eða sölu. Rúsínan…