Um 600 textar bætast við Glatkistuna

Glatkistan G  logoHeilmikið efni bættist í Glatkistuna nú í vikunni þegar um sex hundruð íslenskir lagatextar voru settir inn á vefsíðuna. Um er að ræða texta og ljóð úr ýmsum áttum og ýmsum tímum, allt frá barnagælum til jólasálma og auðvitað allt þar á milli en mestmegnis eru þetta dægurlagatextar.

Hér er um að ræða hreina viðbót við vefinn en ekki er reiknað með að mikil áhersla verði lögð á þennan þátt, áfram verður mest lagt í gagnagrunninn um íslenska tónlistarflytjendur s.s. hljómsveitir, kóra o.fl.

Leiðréttingar, viðbætur og aðrar ábendingar verða sem fyrr vel þegnar varðandi gagnagrunninn og textana auðvitað.