Afmælisbörn 30. apríl 2017

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Sigfús gaf út fyrir nokkrum árum plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann, sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og má þar nefna…

Afmælisbörn 29. apríl 2017

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Afmælisbörn 28. apríl 2017

Sex tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari er sextíu og fimm ára gamall en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet, Start, Póker,…

Afmælisbörn 26. apríl 2017

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um fimm tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sextíu og sjö ára gamall, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum, Eilífð, Beatniks, Rain og Brimkló sem hann staldraði reyndar…

Afmælisbörn 25. apríl 2017

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fjörutíu og átta ára í dag en hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum um…

Afmælisbörn 24. apríl 2017

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er fimmtíu og sjö ára, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+, Kvintett Ólafs Helgasonar,…

Afmælisbörn 23. apríl 2017

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er fimmtíu og níu ára. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmenn á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk, Frostbite, Steindór Andersen,…

Afmælisbörn 22. apríl 2017

Þrjú afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sexíu og eins árs gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að hasla sér…

Útvarp Matthildur (1970-73)

Útvarpsþátturinn Útvarp Matthildur var á dagskrá Ríkisútvarpsins sumrin 1970-73 og var þá nýstárlegur skemmtiþáttur í umsjón ungra háskólanema, þeirra Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárn. Þeir urðu síðar allir þjóðþekktir á allt öðrum vettvangi. Úrval úr þáttunum var gefið út á plötu 1972 af Svavari Gests og endurútgefið 2001. Á plötunni má einnig heyra…

Útúrdúr (1987-88)

Keflvíska hljómsveitin Útúrdúr starfaði í um eitt og hálft ár og skartaði m.a. söngkonu sem átti eftir að gera garðinn frægan síðar meir. Útúrdúr var stofnuð 1987 og tók þátt í hljómsveitakeppni á útihátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli. Engar sögur fara af frammistöðu sveitarinnar þar en vorið eftir (1988) var sveitin meðal…

Útópía [1] (1996)

Hljómsveitin Útópía starfaði í nokkra mánuði í Hafnarfirði sumarið 1996. Þetta var eins konar teknósveit og voru meðlimir hennar Hermann Fannar Valgarðsson, Úlfur Linnet og Oddur Snær Magnússon. Sveitarmeðlimir voru ungir að árum og um haustið breyttu þeir nafni sveitarinnar í Nuance.

Útlendingahræðslan (1989)

Hljómsveit sem bar nafnið Útlendingahræðslan starfaði á Akureyri í byrjun árs 1989. Engar heimildir er að finna um sveitina en allt tiltækar upplýsingar má senda Glatkistunni.

Útlendingaeftirlitið (1993)

Útlendingaeftirlitið var blúsband sem starfaði í stuttan tíma sumarið 1993 og var líklega aldrei hugsað sem langtímaverkefni. Meðlimir Útlendingaeftirlitsins voru Þórður Árnason gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson píanóleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari. Sveitin lék að öllum líkindum í eitt skipti opinberlega og söng þá breski  söngvarinn John J. Soul (J.J. Soul) með henni.…

Útlagar [5] (1995)

Flytjandi sem gekk undir nafninu Útlagar átti lag á safnplötunni Lagasafnið 5 árið 1995. Þar var Skúli Gautason söngvari, Guðrún Sigurðardóttir söng bakraddir, Dan Cassidy lék á fiðlur og Sigurður Kristinsson annaðist annan hljóðfæraleik, lék á trommur, gítar og bassa auk þess að syngja bakraddir. Að öllum líkindum var hér ekki um starfandi hljómsveit að…

Útvarp Matthildur – Efni á plötum

Útvarp Matthildur – Beint útvarp úr Matthildi, úrval ´71 – ´72 Útgefandi: SG-hljómplötur / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: SG – 060 / IT 053 Ár: 1972 / 2001 1. Beint útvarp úr Matthildi (Úrval 1971 og 1972) 2. Beint útvarp úr Matthildi (Úrval 1971 og 1972) Flytjendur: Davíð Oddsson – flutningur efnis Þórarinn Eldjárn – flutningur…

Útlagar [4] (1992-)

Kántrísveitin Útlagar hefur verið starfandi (með stuttum hléum) frá árinu 1992. Sveitin var stofnuð upp úr Crystal en sú sveit hafði verið starfandi um árabil. Rauði þráðurinn í Útlögum hafa verið bræðurnir Árni Helgi gítarleikari og Albert trommuleikari Ingasynir en aðrir hafa komið og farið, ýmist hefur sveitin verið tríó eða kvartett en einnig hafa…

Útlagar [3] (1975-76)

Hljómsveitin Útlagar starfaði í nokkra mánuði árið 1975-76. Svo virðist sem sveitin hafi verið til í lok árs 1975 og eitthvað fram á næsta sumar á eftir (1976). Allar frekari upplýsingar um þessa sveit er vel þegnar.

Útlagar [2] (1969-79)

Þjóðlagadúóið Útlagar starfaði um nokkurra mánaða skeið 1969-70 og kom fram í fáein skipti opinberlega. Það voru þeir Sverrir Ólafsson kontrabassaleikari og Moody Magnússon gítarleikari sem mynduðu Útlaga í árslok 1969 og komu síðan fyrst fram á þrettándagleði í upphafi ársins 1970, þeir félagar sungu báðir. Útlagar voru reyndar einnig sagðir vera þjóðlagatríó en hvergi…

Útlagar [4] – Efni á plötum

Útlagar [4] – Tvennir tímar Útgefandi: Útlagar Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 2009 1. Tvennir tímar 2. Picked fences 3. Grái kötturinn 4. Röðull (Friðsælt samráð) 5. Meðlagið 6. I need a lot of things to do 7. Söngvaskáld 8. Er blús í gangi? 9. Varúlfar 10. Sálusorti 11. Melancholy 12. Fiesta Flytjendur: Albert…

Afmælisbörn 19. apríl 2017

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er fimmtíu og níu ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku…

Afmælisbörn 18. apríl 2017

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er tuttugu og níu ára gömul á þessum annars ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í…

Afmælisbörn 17. apríl 2017

Glatkistan hefur að geyma eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er fimmtíu og sex ára í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja en þekktastur…

Afmælisbörn 16. apríl 2017

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sextíu og sex ára gamall. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og Hljómum, Ðe…

Afmælisbörn 14. apríl 2017

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fjörutíu og níu ára gamall. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars), Lótus og…

Afmælisbörn 13. apríl 2017

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru fjögur í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er sjötíu og þriggja ára en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan…

Afmælisbörn 12. apríl 2017

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…

Afmælisbörn 11. apríl 2017

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og eins árs gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…

Birgir Baldursson heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2017

Trommuleikarinn Birgir Baldursson var kjörinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2017 í gær. Blúshátíðin var sett á Skólavörðustígnum þar sem tónlistarmenn buðu upp á sannkallaða Blúsveislu þar sem tónlistin ómaði. Boðið var upp á grillmat og félagar í Krúserklúbbnum viðruðu bíla sína og höfðu þá til sýnis. Birgir Baldursson, sem nú ber…

Útlagar [1] (1966-67)

Hljómsveitin Útlagar var starfandi líkast til á höfuðborgarsvæðinu haustið 1966 og eitthvað fram á árið 1967 að minnsta kosti. Meðlimir hennar voru í yngri kantinum og léku bítlatónlist. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit, líftíma hennar og meðlimi, óskast sendar Glatkistunni.

Útipía (?)

Hljómsveit í harðari kantinum mun hafa starfað undir þessu nafni. Engar upplýsingar finnast hins vegar um sögu hennar eða meðlimi og óskast þær sendar Glatkistunni hér með.

Úlfur Chaka Karlsson (1976-2007)

Úlfur Chaka Karlsson tónlistarmaður var áberandi í íslensku listalífi um áratugar skeið en hann lést rétt rúmlega þrítugur að aldri eftir erfið veikindi. Úlfur (f. 1976) átti íslenska móður og bandarískan föður, hann fæddist í Bandaríkjunum, ólst upp í Vesturbænum og var snemma viðloðandi tónlist. Hann kom fyrst almennilega fram á sjónarsviðið sem söngvari og…

Uzz – Efni á plötum

Uzz – Eldrauðar varir Útgefandi: Björn L. Þórisson Útgáfunúmer: UZZ001 Ár: 2000 1. Gleymi öllu (hugsa um allt) 2. Ástarveiran 3. Once again 4. Eldrauðar varir 5. Nóttin bíður 6. Searching 7. Allt sem ég vil Flytjendur: Björn I. Þórisson – söngur, raddir og hljómborð Máni Svavarsson – forritun og hljómborð Björn Sigurðsson – bassi…

Uzz (1998-2002)

Uzz starfaði í kringum aldamótin 2000 og hugsanlega mun lengur en litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit. Uzz var fyrst og fremst sólóverkefni Mýrdælingsins Björns Leifs Þórisson sem hafði starfað með sveitum eins og Lögmönnum og Rocket á unglingsárum sínum. Uzz kom fram í ýmsum birtingarmyndum, fyrst í blaðaumfjöllun vorið 1998 sem dúett…

UXI ehf. [umboðsskrifstofa / útgáfufyrirtæki] (1994-96)

Umboðs- og útgáfufyrirtækið Uxi ehf. (You X I) starfaði um tíma og flutti inn erlent tónlistarfólk til tónleikahalds hérlendis, aðallega í danstónlistargeiranum. Fyrirtækið stóð m.a. fyrir tónlistarhátíðinni UXA 95 sem haldin var um verslunarmannahelgina 1995, flutti inn tónlistarmenn eins og Prodigy, Underworld, Lucky people center o.fl. og gaf út safnplötu í tengslum við UXA 95.…

Út úr blánum (1991)

Út úr blánum var skammlíf nýbylgjusveit sem starfaði árið 1991. Meðlimir hennar voru Ósk Óskarsdóttir hljómborðsleikari og söngvari, Ingimar Bjarnason gítarleikari, Gaukur Úlfarsson bassaleikari og Laurie Driver trommuleikari. Alain McNicol gítarleikari var einnig um skamman tíma í sveitinni. Sveitin kom einungis þrisvar sinnum fram opinberlega en breytti um nafn þegar Gaukur hætti og Gunnþór Sigurðsson…

Út að skjóta hippa (1992)

Út að skjóta hippa var skammlíf ballsveit sem starfaði haustið 1992. Sveitin var angi af Skriðjöklum frá Akureyri en meðlimir hennar voru Sölvi Ingólfsson söngvari, Kristján Edelstein gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari.

Úranus sextett (um 1960)

Upplýsingar um Úranus (Uranus) sextett eru af skornum skammti og er hér með óskað eftir þeim. Sveitin var starfandi í kringum 1960, líklega allavega veturinn 1959-60 og var ýmist nefnd sextett eða kvintett. Berti Möller mun hafa verið einn meðlima sveitarinnar sem og Haukur Sighvatsson trommuleikari en meira liggur ekki fyrir um Úranus.

Úlrik Ólason (1952-2008)

Úlrik Ólason var mikilvirtur kórstjórnandi og organisti, þekktastur líklegast fyrir störf sín fyrir Kristkirkju og Söngsveitina Fílharmóníu. Úlrik fæddist á Hólmavík (1952) en ólst upp á Akranesi þar sem hann nam fyrst tónlistarfræði sín við tónlistarskólann hjá Hauki Guðlaugssyni, hann lærði á orgel við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við kirkjuakademíuna í Regensburg í Þýskalandi.…

Úllen dúllen doff – Efni á plötum

Úllen dúllen doff – Úrval úr skemmtiþáttum útvarpsins Útgefandi: SG-hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG – 133 / 794 / SGCD 133 Ár: 1980 / 1992 1. þáttur: Afhending færeyska jólatrésins – Menning og list í Skepnufirði 2. þáttur: Á Sánkti Bernharðssjúkrahúsinu – Öldrunardeildin – Fyrri heimsóknartími – Seinni heimsóknartími 3. þáttur: Húð og hitt –…

Úllen dúllen doff (1978-83)

Úllen dúllen doff var hópur ungra grínleikara sem slógu í gegn með samnefndum útvarpsþáttum, gáfu síðan út plötu og fluttu að endingu grínefni sitt á sviði víða um land. Hópurinn vann fyrst að nokkrum útvarpsþáttum, um klukkustundar löngum, sem fluttir voru í útvarpssal fyrir hópi áhorfenda, veturinn 1978-79. Fyrsti þátturinn var sendur út í nóvember…

Afmælisbörn 8. apríl 2017

Þrjú afmælisbörn er á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er sjötíu og þriggja ára, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna,…

Afmælisbörn 7. apríl 2017

Þrjú afmælisbörn heiðra þennan dálk Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og tveggja ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…

Afmælisbörn 6. apríl 2017

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og þriggja ára. Hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari Sigur rósar er fjörutíu og eins árs gamall á þessum dagi, áður en…

Afmælisbörn 5. apríl 2107

Afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins að þessu sinni á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sextíu og fimm ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu…

Afmælisbörn 4. apríl 2017

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Blúshátíð í Reykjavík 2017

Nú styttist óðum í Blúshátíð í Reykjavík 2017 en hún verður sett laugardaginn 8. apríl nk. með Blúsdegi í miðborginni þar sem Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2017. Boðið verður upp á lifandi blús víða á Skólavörðustígnum frá klukkan 14:00 til 16:00. Kveikt verður…

Afmælisbörn 2. apríl 2017

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fjörutíu og átta ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Urðhurðhurðauga (1997)

Hljómsveitin Urðhurðhurðauga var sveit sem keppti í Músíktilraunum vorið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Halldór Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Karl Óttar Geirsson trommuleikari og Guðmundur Freyr Vigfússon bassaleikari. Allir áttu þeir félagar eftir að leika með þekktum sveitum síðar. Urðhurðhurðauga komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna, sveitin varð ekki langlíf en nafn hennar poppar…

Unun – Efni á plötum

Unun – Æ Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM45 CD Ár: 1994 1. Ást í viðlögum 2. Hnefafylli 3. Ég sé hvítt 4. Ég sé rautt 5. Lög unga fólsins 6. Unun 7. Hótel Kúagerði 8. Föstudagurinn langi 9. Vé la gonzessel 10. Leðurskipið Víma 11. Síðasta sýning 12. Skammhlaup 13. Ljúgðu að mér Flytjendur: Gunnar Hjálmarsson…