UXI ehf. [umboðsskrifstofa / útgáfufyrirtæki] (1994-96)

Auglýsing frá UXA 1996

Umboðs- og útgáfufyrirtækið Uxi ehf. (You X I) starfaði um tíma og flutti inn erlent tónlistarfólk til tónleikahalds hérlendis, aðallega í danstónlistargeiranum. Fyrirtækið stóð m.a. fyrir tónlistarhátíðinni UXA 95 sem haldin var um verslunarmannahelgina 1995, flutti inn tónlistarmenn eins og Prodigy, Underworld, Lucky people center o.fl. og gaf út safnplötu í tengslum við UXA 95.

Fyrirtækið starfaði líklega um tveggja ára skeið en varð gjaldþrota í árslok 1996, UXA-hátíðin átti þar líklega stærstan hlut að máli.