Útvarp Matthildur (1970-73)

Útvarpsþátturinn Útvarp Matthildur var á dagskrá Ríkisútvarpsins sumrin 1970-73 og var þá nýstárlegur skemmtiþáttur í umsjón ungra háskólanema, þeirra Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárn. Þeir urðu síðar allir þjóðþekktir á allt öðrum vettvangi. Úrval úr þáttunum var gefið út á plötu 1972 af Svavari Gests og endurútgefið 2001. Á plötunni má einnig heyra…

Útúrdúr (1987-88)

Keflvíska hljómsveitin Útúrdúr starfaði í um eitt og hálft ár og skartaði m.a. söngkonu sem átti eftir að gera garðinn frægan síðar meir. Útúrdúr var stofnuð 1987 og tók þátt í hljómsveitakeppni á útihátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli. Engar sögur fara af frammistöðu sveitarinnar þar en vorið eftir (1988) var sveitin meðal…

Útópía [1] (1996)

Hljómsveitin Útópía starfaði í nokkra mánuði í Hafnarfirði sumarið 1996. Þetta var eins konar teknósveit og voru meðlimir hennar Hermann Fannar Valgarðsson, Úlfur Linnet og Oddur Snær Magnússon. Sveitarmeðlimir voru ungir að árum og um haustið breyttu þeir nafni sveitarinnar í Nuance.

Útlendingahræðslan (1989)

Hljómsveit sem bar nafnið Útlendingahræðslan starfaði á Akureyri í byrjun árs 1989. Engar heimildir er að finna um sveitina en allt tiltækar upplýsingar má senda Glatkistunni.

Útlendingaeftirlitið (1993)

Útlendingaeftirlitið var blúsband sem starfaði í stuttan tíma sumarið 1993 og var líklega aldrei hugsað sem langtímaverkefni. Meðlimir Útlendingaeftirlitsins voru Þórður Árnason gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson píanóleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari. Sveitin lék að öllum líkindum í eitt skipti opinberlega og söng þá breski  söngvarinn John J. Soul (J.J. Soul) með henni.…

Útlagar [5] (1995)

Flytjandi sem gekk undir nafninu Útlagar átti lag á safnplötunni Lagasafnið 5 árið 1995. Þar var Skúli Gautason söngvari, Guðrún Sigurðardóttir söng bakraddir, Dan Cassidy lék á fiðlur og Sigurður Kristinsson annaðist annan hljóðfæraleik, lék á trommur, gítar og bassa auk þess að syngja bakraddir. Að öllum líkindum var hér ekki um starfandi hljómsveit að…

Útvarp Matthildur – Efni á plötum

Útvarp Matthildur – Beint útvarp úr Matthildi, úrval ´71 – ´72 Útgefandi: SG-hljómplötur / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: SG – 060 / IT 053 Ár: 1972 / 2001 1. Beint útvarp úr Matthildi (Úrval 1971 og 1972) 2. Beint útvarp úr Matthildi (Úrval 1971 og 1972) Flytjendur: Davíð Oddsson – flutningur efnis Þórarinn Eldjárn – flutningur…

Útlagar [4] (1992-)

Kántrísveitin Útlagar hefur verið starfandi (með stuttum hléum) frá árinu 1992. Sveitin var stofnuð upp úr Crystal en sú sveit hafði verið starfandi um árabil. Rauði þráðurinn í Útlögum hafa verið bræðurnir Árni Helgi gítarleikari og Albert trommuleikari Ingasynir en aðrir hafa komið og farið, ýmist hefur sveitin verið tríó eða kvartett en einnig hafa…

Útlagar [3] (1975-76)

Hljómsveitin Útlagar starfaði í nokkra mánuði árið 1975-76. Svo virðist sem sveitin hafi verið til í lok árs 1975 og eitthvað fram á næsta sumar á eftir (1976). Allar frekari upplýsingar um þessa sveit er vel þegnar.

Útlagar [2] (1969-79)

Þjóðlagadúóið Útlagar starfaði um nokkurra mánaða skeið 1969-70 og kom fram í fáein skipti opinberlega. Það voru þeir Sverrir Ólafsson kontrabassaleikari og Moody Magnússon gítarleikari sem mynduðu Útlaga í árslok 1969 og komu síðan fyrst fram á þrettándagleði í upphafi ársins 1970, þeir félagar sungu báðir. Útlagar voru reyndar einnig sagðir vera þjóðlagatríó en hvergi…

Útlagar [4] – Efni á plötum

Útlagar [4] – Tvennir tímar Útgefandi: Útlagar Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 2009 1. Tvennir tímar 2. Picked fences 3. Grái kötturinn 4. Röðull (Friðsælt samráð) 5. Meðlagið 6. I need a lot of things to do 7. Söngvaskáld 8. Er blús í gangi? 9. Varúlfar 10. Sálusorti 11. Melancholy 12. Fiesta Flytjendur: Albert…

Afmælisbörn 19. apríl 2017

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er fimmtíu og níu ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku…